Erlent

Sá grunaði hættur við að mæta

Ingvar Haraldsson skrifar
Litvinenko árið 2006.
Litvinenko árið 2006.
Dimitry Kovtun, maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi leyniþjónstumanninn Alexander Litvinenko árið 2006, er hættur við að gefa vitnisburð fyrir breskri rannsóknarnefnd.

Kovtun og Andrei Lugovoi, sem nú er þingmaður á rússneska þinginu, eru grunaðir um að hafa sett pólon í te Litvinenko í nóvember árið 2006 sem dregið hafi hann til dauða.

The Guardian greinir frá því að þegar rannsóknarnefndin hafi verið við það að ljúka störfum í mars hafi Kovtun sagt að hann vildi gefa vitnisburð í gegnum vefmyndavél frá Moskvu. Vegna þessa fékk Kovtun aðgang að fimmtán þúsund blaðsíðum af sönnunargögnum í málinu.

Kovtun átti að bera vitni frá næsta mánudegi og fram á miðvikudag en er nú hættur við. Á föstudaginn sagðist vitni, sem kallað er D3 í málaskjölum, hafa hitt Kovtun þann 30. október 2006. Þar á Kovtun að hafa sagt frá fyrirætlunum sínum um að myrða Litvinenko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×