Erlent

Uppsveifla norrænna popúlista

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Forysta flokksins vill stefna á að gera flokkinn að stærsta flokknum í Svíþjóð.
Forysta flokksins vill stefna á að gera flokkinn að stærsta flokknum í Svíþjóð. nordicphotos/afp
Svíþjóðardemókratar mælast næststærsti flokkurinn á sænska þinginu ef Svíar myndu ganga að kjörborðinu í dag samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð fyrir Nyheter Idag.

víþjóðardemókratar fengju 23,3 prósenta fylgi.

Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn mælist stærri en hægriflokkurinn Moderatarna, sem mælist með um 20 prósent.

Jafnaðarmannaflokkurinn er enn stærsti flokkurinn í sænskum stjórnmálum með 24,1 prósent. Það þýðir að Svíþjóðardemókratar eru rétt á hælum jafnaðarmanna í baráttunni um toppsætið.

Popúlískir hægriflokkar hafa nokkuð sótt í sig veðrið á Norðurlöndunum á síðastliðnum mánuðum en Danski þjóðarflokkurinn varð til að mynda næststærsti flokkurinn í dönsku þingkosningunum þann 18. júní síðastliðinn og Sannir Finnar þeir næststærstu í finnsku þingkosningunum þann 19. apríl. Sannir Finnar tryggðu sér meðal annars sæti í ríkisstjórn Finnlands eftir kosningar og leiðtogi þeirra, Timo Soini, fer með embætti utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×