Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2015 08:00 Yanis Varoufakis yfirgaf gríska fjármálaráðuneytið eftir afsögn sína í gær á mótorhjóli með eiginkonu sinni Danae Stratou. Nordichpotos/AFP Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna. Grikkland Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna.
Grikkland Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira