Neyð vegna hitabylgju Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. júní 2015 07:00 Margir hafa leitað skjóls undan hitunum í moskum borgarinnar Karachi. vísir/epa Nærri sjö hundruð manns hafa látið lífið í hitabylgju í Pakistan undanfarna daga. Þúsundir manna hafa þurft á læknishjálp að halda og eru sumir þeirra þungt haldnir. Hitinn hefur farið upp í 45 gráður dag eftir dag, en verst hefur ástandið verið í Sindh-héraði í sunnanverðu landinu. Flestir hafa látist í Karachi, sem er stærsta borg héraðsins. Rafmagnsleysi hefur verið í Karachi dögum saman og loftkælikerfi þar með óstarfhæf. Þetta hefur gert ástandið mun verra en ella, en ekki er óvenjulegt að svona miklir hitar verði þarna um þetta leyti árs. Efnt hefur verið til mótmæla vegna rafmagnsleysisins og beinist reiði fólks bæði að stjórnvöldum og orkufyrirtækinu K-Electric. Neyðarástandi var lýst yfir og herinn kallaður út til að aðstoða fólk og setja upp stöðvar þar sem hlúð er að fólki, sem fengið hefur hitaslag. Skólum og skrifstofum hefur verið lokað en læknar og hjúkrunarfólk hafa verið kallaðir heim úr fríi til að sinna veikburða fólki. Mikið álag hefur verið á sjúkrahúsum og í líkhúsum borgarinnar. Þá hefur fólk leitað í moskur borgarinnar til að hvílast, þar sem heldur kaldara er þar inni en úti á götum. Stjórnin í Pakistan hefur velt upp þeim möguleika að framkalla regn til að gera ástandið þolanlegra, að því er fram kemur á vefsíðu dagblaðsins Dawn, sem gefið er út á ensku í Pakistan. Þar kemur einnig fram að regn er „búið til“ með því að dreifa tiltekinni efnablöndu á ský. Þetta hefur tíðkast í nokkrum mæli í Kína, en þá einkum til að draga úr loftmengun. Vandinn er sá að þetta gengur aðeins ef ákveðnar tegundir skýja eru á himni, en því hefur ekki verið að heilsa á slóðum hitabylgjunnar í Pakistan undanfarið. Í viðtali við Dawn segir Abdul Malik Ghauri, hafnarmálastjóri í Karachi, að grannt verði fylgst með skýjafari í Karachi og nágrenni og tilraun gerð til að búa til regn um leið og tækifæri gefst. Í síðasta mánuði létu um 1.700 manns lífið á Indlandi þegar mikil hitabylgja gekk þar yfir. Tengdar fréttir Neyðarástand í Pakistan Nærri því 700 manns hafa látið lífið í hitabylgju þar í landi. 23. júní 2015 14:31 Um 150 hafa látist sökum hita Hitabylgja ríður yfir Pakistönsku hafnarborgina Karachi. 23. júní 2015 09:00 Á annað hundrað látist í hitabylgju í Pakistan Hitastig í landinu hefur verið nálægt 50°C síðustu daga. 22. júní 2015 11:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Nærri sjö hundruð manns hafa látið lífið í hitabylgju í Pakistan undanfarna daga. Þúsundir manna hafa þurft á læknishjálp að halda og eru sumir þeirra þungt haldnir. Hitinn hefur farið upp í 45 gráður dag eftir dag, en verst hefur ástandið verið í Sindh-héraði í sunnanverðu landinu. Flestir hafa látist í Karachi, sem er stærsta borg héraðsins. Rafmagnsleysi hefur verið í Karachi dögum saman og loftkælikerfi þar með óstarfhæf. Þetta hefur gert ástandið mun verra en ella, en ekki er óvenjulegt að svona miklir hitar verði þarna um þetta leyti árs. Efnt hefur verið til mótmæla vegna rafmagnsleysisins og beinist reiði fólks bæði að stjórnvöldum og orkufyrirtækinu K-Electric. Neyðarástandi var lýst yfir og herinn kallaður út til að aðstoða fólk og setja upp stöðvar þar sem hlúð er að fólki, sem fengið hefur hitaslag. Skólum og skrifstofum hefur verið lokað en læknar og hjúkrunarfólk hafa verið kallaðir heim úr fríi til að sinna veikburða fólki. Mikið álag hefur verið á sjúkrahúsum og í líkhúsum borgarinnar. Þá hefur fólk leitað í moskur borgarinnar til að hvílast, þar sem heldur kaldara er þar inni en úti á götum. Stjórnin í Pakistan hefur velt upp þeim möguleika að framkalla regn til að gera ástandið þolanlegra, að því er fram kemur á vefsíðu dagblaðsins Dawn, sem gefið er út á ensku í Pakistan. Þar kemur einnig fram að regn er „búið til“ með því að dreifa tiltekinni efnablöndu á ský. Þetta hefur tíðkast í nokkrum mæli í Kína, en þá einkum til að draga úr loftmengun. Vandinn er sá að þetta gengur aðeins ef ákveðnar tegundir skýja eru á himni, en því hefur ekki verið að heilsa á slóðum hitabylgjunnar í Pakistan undanfarið. Í viðtali við Dawn segir Abdul Malik Ghauri, hafnarmálastjóri í Karachi, að grannt verði fylgst með skýjafari í Karachi og nágrenni og tilraun gerð til að búa til regn um leið og tækifæri gefst. Í síðasta mánuði létu um 1.700 manns lífið á Indlandi þegar mikil hitabylgja gekk þar yfir.
Tengdar fréttir Neyðarástand í Pakistan Nærri því 700 manns hafa látið lífið í hitabylgju þar í landi. 23. júní 2015 14:31 Um 150 hafa látist sökum hita Hitabylgja ríður yfir Pakistönsku hafnarborgina Karachi. 23. júní 2015 09:00 Á annað hundrað látist í hitabylgju í Pakistan Hitastig í landinu hefur verið nálægt 50°C síðustu daga. 22. júní 2015 11:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Neyðarástand í Pakistan Nærri því 700 manns hafa látið lífið í hitabylgju þar í landi. 23. júní 2015 14:31
Um 150 hafa látist sökum hita Hitabylgja ríður yfir Pakistönsku hafnarborgina Karachi. 23. júní 2015 09:00
Á annað hundrað látist í hitabylgju í Pakistan Hitastig í landinu hefur verið nálægt 50°C síðustu daga. 22. júní 2015 11:06