Milljónir þurfa hæli Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. apríl 2015 14:00 Hópur flóttafólks kominn til hafnar í Augusta á Sikiley eftir að hafa verið bjargað um borð í ítalskt herskip. fréttablaðið/EPA Auðugu ríkin á norðurhveli jarðar þurfa að sameinast um að taka á móti milljón flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu fimm árum. Þetta segir Francois Crépeau, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í mannréttindum flóttamanna. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian segir Crépeau að þetta eigi að vera vel viðráðanlegt. „Fyrir lönd á borð við Bretland myndi þetta líklega þýða um það bil 14.000 Sýrlendingar á ári í fimm ár. Fyrir Kanada yrðu það innan við 9.000 manns á ári í fimm ár – sem er eins og dropi í hafið.“ Crépeau segir flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, vegna borgarastyrjaldarinnar þar undanfarin fjögur ár, vera helstu rót hins sívaxandi straums flóttamanna til Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 1.750 manns drukknað í Miðjarðahafinu á mistraustum og yfirfullum bátum, sem sigla átti til ríkja Evrópusambandsins en hvolfdi áður en áfangastað var náð. Evrópusambandið hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint og illa við þessum vanda, en á mánudaginn ákváðu utanríkisráðherrar þess á fundi í Brussel að gera bragarbót. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hvetur Evrópuríki reyndar til þess að fara að dæmi Ástralíu og senda alla flóttamannabáta jafnharðan til baka. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að flóttafólk drukkni í stórum stíl í Miðjarðarhafinu. Ástralía hefur undanfarin ár tekið afar harkalega á flóttafólki. Öllum bátum er snúið við eða þeir dregnir til baka, en þegar því verður ekki viðkomið er flóttafólkið sent í einangrunarbúðir á eyjum í Kyrrahafinu. Ekkert þessa fólks fær neina von um að mega nokkurn tíma setjast að í Ástralíu sem flóttamaður. Þetta hefur haft þau áhrif að flóttamannastraumurinn á bátum til Ástralíu hefur nánast stöðvast. Þessi ráðlegging ástralska forsætisráðherrans hefur ekki hlotið mikinn hljómgrunn meðal evrópskra ráðamanna. Mikil óvissa ríkir enn um útfærslu Evrópusambandsins á þeim aðgerðum, sem samþykkt var að ráðast í á mánudaginn. Meðal annars var samþykkt að Ítalía og önnur Miðjarðarhafsríki yrðu ekki látin sitja ein uppi með vandann, heldur myndu önnur aðildarríki bjóðast til að taka við fleiri flóttamönnum. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Auðugu ríkin á norðurhveli jarðar þurfa að sameinast um að taka á móti milljón flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu fimm árum. Þetta segir Francois Crépeau, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í mannréttindum flóttamanna. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian segir Crépeau að þetta eigi að vera vel viðráðanlegt. „Fyrir lönd á borð við Bretland myndi þetta líklega þýða um það bil 14.000 Sýrlendingar á ári í fimm ár. Fyrir Kanada yrðu það innan við 9.000 manns á ári í fimm ár – sem er eins og dropi í hafið.“ Crépeau segir flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, vegna borgarastyrjaldarinnar þar undanfarin fjögur ár, vera helstu rót hins sívaxandi straums flóttamanna til Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 1.750 manns drukknað í Miðjarðahafinu á mistraustum og yfirfullum bátum, sem sigla átti til ríkja Evrópusambandsins en hvolfdi áður en áfangastað var náð. Evrópusambandið hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint og illa við þessum vanda, en á mánudaginn ákváðu utanríkisráðherrar þess á fundi í Brussel að gera bragarbót. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hvetur Evrópuríki reyndar til þess að fara að dæmi Ástralíu og senda alla flóttamannabáta jafnharðan til baka. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að flóttafólk drukkni í stórum stíl í Miðjarðarhafinu. Ástralía hefur undanfarin ár tekið afar harkalega á flóttafólki. Öllum bátum er snúið við eða þeir dregnir til baka, en þegar því verður ekki viðkomið er flóttafólkið sent í einangrunarbúðir á eyjum í Kyrrahafinu. Ekkert þessa fólks fær neina von um að mega nokkurn tíma setjast að í Ástralíu sem flóttamaður. Þetta hefur haft þau áhrif að flóttamannastraumurinn á bátum til Ástralíu hefur nánast stöðvast. Þessi ráðlegging ástralska forsætisráðherrans hefur ekki hlotið mikinn hljómgrunn meðal evrópskra ráðamanna. Mikil óvissa ríkir enn um útfærslu Evrópusambandsins á þeim aðgerðum, sem samþykkt var að ráðast í á mánudaginn. Meðal annars var samþykkt að Ítalía og önnur Miðjarðarhafsríki yrðu ekki látin sitja ein uppi með vandann, heldur myndu önnur aðildarríki bjóðast til að taka við fleiri flóttamönnum.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira