Framkvæmdir hafnar vegna útilaugar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:15 Orkuveitan vinnur nú að tilflutningi raflagna áður en raunverulegur uppgröftur vegna laugarsvæðisins hefst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira