Framkvæmdir hafnar vegna útilaugar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:15 Orkuveitan vinnur nú að tilflutningi raflagna áður en raunverulegur uppgröftur vegna laugarsvæðisins hefst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira