Flutu sofandi að feigðarósi Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. febrúar 2015 06:00 Úkraínskir hermenn á leiðinni brott frá átakasvæðunum, samkvæmt ákvæðum friðarsamkomulags. Vísir/EPA Í aðdraganda stríðsátakanna í Úkraínu gerðu hvorki bresk stjórnvöld né aðrir ráðamenn í Evrópusambandinu sér neina grein fyrir því hve andsnúnir Rússar voru nánari tengslum Úkraínu við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu frá Evrópunefnd lávarðadeildar breska þingsins, að Vesturlönd hafi flotið sofandi að feigðarósi hvað þetta varðar. Nefndin gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir ómarkviss vinnubrögð og skilningsleysi á ástandinu. Það stafi ekki síst af því að dregið hafi verið úr fjárframlögum til greiningar og upplýsingasöfnunar í breska utanríkisráðuneytinu. Vantað hafi fleiri sérfræðinga um Rússland í ráðuneytið til þess að hægt væri að lesa betur í stöðuna. Þá hafi forysta Evrópusambandsins gefið sér að Rússland væri á góðri leið með að verða lýðræðisríki, en sú forsenda hafi verið of bjartsýn: „Aðildarríkin hafa verið lengi að endurmeta samskiptin og aðlagast veruleika þess Rússlands sem við eigum við að etja í dag,“ segir í skýrslunni.Ósáttir við Rússa Íbúar í Kænugarði með mótmælaspjöld gegn Pútín Rússlandsforseta og Rússum almennt.Nordicphotos/AFP„Athafnir Rússa þarf að skoða innan bæði hins sérstaka sögulega samhengis Úkraínu sjálfrar og innan víðara samhengis hegðunar Rússa í nágrannalöndunum,“ segir í skýrslunni. „Staðan nú er mjög frábrugðin því sem var árið 1991 þegar Sovétríkin liðuðust með friðsamlegum hætti í sundur í fimmtán ríki.“ Breska stjórnin hafnar þessari gagnrýni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir aðalatriðið núna vera að senda Rússum skýr skilaboð um að það sem gerst hafi sé óviðunandi: „Það verður að standa við vopnahléið, og ef það gerist ekki þá verða frekari afleiðingar, frekari refsiaðgerðir,“ hefur BBC eftir honum. Skýrslan var birt í gær, en þá var rétt ár liðið frá blóðugasta degi mótmælanna í Kænugarði þegar meira en 50 manns létu lífið. Um það bil tveimur mánuðum seinna hófust svo stríðsátökin, sem nú hafa kostað meira en fimm þúsund manns lífið. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Í aðdraganda stríðsátakanna í Úkraínu gerðu hvorki bresk stjórnvöld né aðrir ráðamenn í Evrópusambandinu sér neina grein fyrir því hve andsnúnir Rússar voru nánari tengslum Úkraínu við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu frá Evrópunefnd lávarðadeildar breska þingsins, að Vesturlönd hafi flotið sofandi að feigðarósi hvað þetta varðar. Nefndin gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir ómarkviss vinnubrögð og skilningsleysi á ástandinu. Það stafi ekki síst af því að dregið hafi verið úr fjárframlögum til greiningar og upplýsingasöfnunar í breska utanríkisráðuneytinu. Vantað hafi fleiri sérfræðinga um Rússland í ráðuneytið til þess að hægt væri að lesa betur í stöðuna. Þá hafi forysta Evrópusambandsins gefið sér að Rússland væri á góðri leið með að verða lýðræðisríki, en sú forsenda hafi verið of bjartsýn: „Aðildarríkin hafa verið lengi að endurmeta samskiptin og aðlagast veruleika þess Rússlands sem við eigum við að etja í dag,“ segir í skýrslunni.Ósáttir við Rússa Íbúar í Kænugarði með mótmælaspjöld gegn Pútín Rússlandsforseta og Rússum almennt.Nordicphotos/AFP„Athafnir Rússa þarf að skoða innan bæði hins sérstaka sögulega samhengis Úkraínu sjálfrar og innan víðara samhengis hegðunar Rússa í nágrannalöndunum,“ segir í skýrslunni. „Staðan nú er mjög frábrugðin því sem var árið 1991 þegar Sovétríkin liðuðust með friðsamlegum hætti í sundur í fimmtán ríki.“ Breska stjórnin hafnar þessari gagnrýni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir aðalatriðið núna vera að senda Rússum skýr skilaboð um að það sem gerst hafi sé óviðunandi: „Það verður að standa við vopnahléið, og ef það gerist ekki þá verða frekari afleiðingar, frekari refsiaðgerðir,“ hefur BBC eftir honum. Skýrslan var birt í gær, en þá var rétt ár liðið frá blóðugasta degi mótmælanna í Kænugarði þegar meira en 50 manns létu lífið. Um það bil tveimur mánuðum seinna hófust svo stríðsátökin, sem nú hafa kostað meira en fimm þúsund manns lífið.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira