Mætti poppa upp og stílfæra Reykjavíkurmótið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 08:30 Valsmenn urðu Reykjavíkurmeistarar án Orra Sigurðar Ómarssonar, en fleiri leikmenn sem komu að utan úr atvinnumennsku eins og Pálmi Rafn hjá KR og Thomas Nielsen, markvörður Víkings, máttu ekki spila. Fréttablaðið/Andri Marinó Valur varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla á dögunum. Hann vann Leikni í úrslitaleik, en leikinn spilaði ekki Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaðurinn öflugi sem Hlíðarendafélagið sótti til AGF í Árósum. Hann kom heim aftur sem atvinnumaður og fær því ekki leikheimild fyrr en 21. febrúar samkvæmt TMS-kerfi FIFA (Transfer Matching System). Orri Sigurður er fyrir löngu fluttur heim og byrjaður að æfa með liðinu en vegna þess að fyrri félagaskiptaglugginn á Íslandi opnast ekki fyrr en 21. febrúar gat hann ekki tekið þátt í Reykjavíkurmótinu. Það sem meira er, hann missir af tveimur fyrstu leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Í heildina missir Orri Sigurður af átta mótsleikjum á undirbúningstímabilinu. Hann er ekki einn um þetta. KR var án Pálma Rafns Pálmasonar og Sörens Fredriksen, sem komu frá Noregi og Danmörku, allt Reykjavíkurmótið og fyrsta leik í Lengjubikar. Víkingar gátu heldur ekki teflt fram nýjum markverði liðsins í fjórum leikjum í Reykjavíkurmótinu og fyrsta leik í Lengjubikarnum. Þetta eru engin ný tíðindi, en megn óánægja ríkir nú á meðal reykvísku liðanna á meðan þau horfa upp á liðin utan Reykjavíkur spila á hverjum sem þeir vilja í Fótbolti.net-mótinu. Þar mega leikmenn sem eru meira að segja á reynslu spila leikina og gengu Þróttarar svo langt að taka þátt í báðum mótum. Þeir tefldu fram aðalliðinu í Fótbolti.net-mótinu en ungum og óreyndum strákum í Reykjavíkurmótinu. „Við fáum bara þessa daga frá 21. febrúar til 15. maí. Við höfum enga heimild til þess að láta leikmenn sem koma hér sem atvinnumenn spila fyrir þann tíma,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fréttablaðið. Í reglum FIFA um félagaskiptaglugga segir að tvisvar eigi að opna fyrir félagaskipti. Fyrri glugginn má vera opinn í tólf vikur fyrir tímabil og hinn í mesta lagi fjórar vikur á miðju tímabili. „Við getum ekki lengt hann en hugsanlega getum við fært hann til,“ segir Þórir, en ef glugginn verður færður fram til 1. janúar til dæmis skapar það ný vandamál fyrir liðin. „Mér hefur fundist að menn séu ekki opnir fyrir því að færa gluggann til því þá lokast hann fyrr á vorin. Ef hann er opnaður 1. janúar þarf að loka honum einum og hálfum mánuði fyrir mót og það gengur ekki upp,“ segir Þórir. Hann vonast til að liðin haldi tryggð við Reykjavíkurmótið og fari eftir reglum FIFA. „Ég vona það og treysti á það. Við búum bara við þetta umhverfi í þessum efnum,“ segir Þórir. „Það mætti hugsa sér einhverja undanþágu fyrir leikmenn eins og Orra Sigurð og fleiri sem eru komnir með samning og búnir að ganga frá félagaskiptum,“ segir Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við Fréttablaðið. „Við berum mikla virðingu fyrir Reykjavíkurmótinu þó það megi sjálfsagt poppa það upp og stílfæra, en sannarlega má gera undanþágu fyrir leikmenn sem eru búnir að gera samning og eru með allt klappað og klárt.“ Þegar kemur að undirbúningsmótunum vill hann færa Lengjubikarinn aftur fyrir TMS-dagsetninguna svo öll liðin sitji við sama borð. „Orri missir ekki bara af þessum leikjum í Reykjavíkurmótinu því við spiluðum fyrsta leikinn í Lengjubikarnum og spilum aftur á laugardaginn. Hann fær ekki leikheimild fyrr en daginn eftir og missir því af tveimur leikjum í Lengjubikarnum. Þarna finnst mér ekki allir sitja við sama borð,“ segir Börkur. Hann er þó ekki hrifinn af því að leyfa mönnum á reynslu að spila leiki í Reykjavíkurmótinu og Kristinn Kjærnested, kollegi hans hjá KR, er sammála. „Það eru alls konar vandamál sem geta fylgt því og það er kannski óþarfa skref. En það er blóðugt að geta ekki spilað á leikmanni eins og Pálma Rafni sem er löngu byrjaður að æfa og er klár með sinn samning. Hann horfði bara á allt Reykjavíkurmótið úr stúkunni,“ segir Kristinn Kjærnested. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Valur varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla á dögunum. Hann vann Leikni í úrslitaleik, en leikinn spilaði ekki Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaðurinn öflugi sem Hlíðarendafélagið sótti til AGF í Árósum. Hann kom heim aftur sem atvinnumaður og fær því ekki leikheimild fyrr en 21. febrúar samkvæmt TMS-kerfi FIFA (Transfer Matching System). Orri Sigurður er fyrir löngu fluttur heim og byrjaður að æfa með liðinu en vegna þess að fyrri félagaskiptaglugginn á Íslandi opnast ekki fyrr en 21. febrúar gat hann ekki tekið þátt í Reykjavíkurmótinu. Það sem meira er, hann missir af tveimur fyrstu leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Í heildina missir Orri Sigurður af átta mótsleikjum á undirbúningstímabilinu. Hann er ekki einn um þetta. KR var án Pálma Rafns Pálmasonar og Sörens Fredriksen, sem komu frá Noregi og Danmörku, allt Reykjavíkurmótið og fyrsta leik í Lengjubikar. Víkingar gátu heldur ekki teflt fram nýjum markverði liðsins í fjórum leikjum í Reykjavíkurmótinu og fyrsta leik í Lengjubikarnum. Þetta eru engin ný tíðindi, en megn óánægja ríkir nú á meðal reykvísku liðanna á meðan þau horfa upp á liðin utan Reykjavíkur spila á hverjum sem þeir vilja í Fótbolti.net-mótinu. Þar mega leikmenn sem eru meira að segja á reynslu spila leikina og gengu Þróttarar svo langt að taka þátt í báðum mótum. Þeir tefldu fram aðalliðinu í Fótbolti.net-mótinu en ungum og óreyndum strákum í Reykjavíkurmótinu. „Við fáum bara þessa daga frá 21. febrúar til 15. maí. Við höfum enga heimild til þess að láta leikmenn sem koma hér sem atvinnumenn spila fyrir þann tíma,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fréttablaðið. Í reglum FIFA um félagaskiptaglugga segir að tvisvar eigi að opna fyrir félagaskipti. Fyrri glugginn má vera opinn í tólf vikur fyrir tímabil og hinn í mesta lagi fjórar vikur á miðju tímabili. „Við getum ekki lengt hann en hugsanlega getum við fært hann til,“ segir Þórir, en ef glugginn verður færður fram til 1. janúar til dæmis skapar það ný vandamál fyrir liðin. „Mér hefur fundist að menn séu ekki opnir fyrir því að færa gluggann til því þá lokast hann fyrr á vorin. Ef hann er opnaður 1. janúar þarf að loka honum einum og hálfum mánuði fyrir mót og það gengur ekki upp,“ segir Þórir. Hann vonast til að liðin haldi tryggð við Reykjavíkurmótið og fari eftir reglum FIFA. „Ég vona það og treysti á það. Við búum bara við þetta umhverfi í þessum efnum,“ segir Þórir. „Það mætti hugsa sér einhverja undanþágu fyrir leikmenn eins og Orra Sigurð og fleiri sem eru komnir með samning og búnir að ganga frá félagaskiptum,“ segir Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við Fréttablaðið. „Við berum mikla virðingu fyrir Reykjavíkurmótinu þó það megi sjálfsagt poppa það upp og stílfæra, en sannarlega má gera undanþágu fyrir leikmenn sem eru búnir að gera samning og eru með allt klappað og klárt.“ Þegar kemur að undirbúningsmótunum vill hann færa Lengjubikarinn aftur fyrir TMS-dagsetninguna svo öll liðin sitji við sama borð. „Orri missir ekki bara af þessum leikjum í Reykjavíkurmótinu því við spiluðum fyrsta leikinn í Lengjubikarnum og spilum aftur á laugardaginn. Hann fær ekki leikheimild fyrr en daginn eftir og missir því af tveimur leikjum í Lengjubikarnum. Þarna finnst mér ekki allir sitja við sama borð,“ segir Börkur. Hann er þó ekki hrifinn af því að leyfa mönnum á reynslu að spila leiki í Reykjavíkurmótinu og Kristinn Kjærnested, kollegi hans hjá KR, er sammála. „Það eru alls konar vandamál sem geta fylgt því og það er kannski óþarfa skref. En það er blóðugt að geta ekki spilað á leikmanni eins og Pálma Rafni sem er löngu byrjaður að æfa og er klár með sinn samning. Hann horfði bara á allt Reykjavíkurmótið úr stúkunni,“ segir Kristinn Kjærnested.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti