Fæ kannski smá athygli ef Dóra María hættir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Sigurður Egill Lárusson. Vísir/Stefán Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson, 24 ára gamall leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, átti viðburðarríkar 37 mínútur í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem Valur vann gegn Leikni, 3-0, á mánudagskvöldið. Sigurður Egill skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu, fékk gult spjald fyrir brot á 25. mínútu og var rekinn út af með annað gult á 37. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leikaraskap, en þegar flestir héldu að hann væri að fá víti þegar Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, tæklaði hann í teignum, gaf dómari leiksins honum gult fyrir dýfu. „Mér fannst þetta vera víti. Hann tæklar mig og ég fann fyrir snertingu. Hann brást sjálfur við eins og það væri um víti að ræða og markvörður Leiknis greip um höfuð sér,“ segir Sigurður Egill við Fréttablaðið. Sigurður mótmælti dómnum nákvæmlega ekki neitt sem fékk flesta í stúkunni til að trúa að Erlendur Eiríksson hefði tekið rétta ákvörðun. „Það eru allir búnir að segja við mig að þeir héldu að þetta væri ekki víti út af viðbrögðum mínum. Ég var bara einn þarna og enginn hjá mér þannig ég nennti ekki að öskra og vera með læti. Ég skal viðurkenna það, að ég fór auðveldlega niður en ég dýfði mér ekki. Hann tæklar mig og því er þetta víti,“ segir Sigurður. Rauða spjaldið kom ekki að sök. Valur vann og hefur náð í bikar á árinu. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta er líka fyrsti titillinn með Val. Við erum að slípa okkur saman og erum með spennandi lið. Það eru flottir strákar þarna með flott hugarfar,“ segir Sigurður, en var þá eitthvað að hugarfarinu í fyrrasumar? „Já, mér fannst það. Við vorum líka óheppnir með útlendinga. Við fengum erlenda leikmenn sem eru góðir í fótbolta en ekki með gott hugarfar. Núna erum við með marga unga og spennandi leikmenn.“ Sigurður kveðst mjög ánægður með þjálfarateymið, Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Sjálfur vill Sigurður, sem skoraði í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins, halda áfram að spila vel og ná góðu sumri með Val. „Mig hefur skort stöðugleika, en vonandi get ég fært þessi mörk inn í sumarið. Mér finnst líka gott að spila á hægri kantinum eins og ég hef verið að gera. Þar get ég komið inn á völlinn. Það er allavega betra en að vera vinstra megin. Vonandi næ ég að springa út í sumar,“ segir hann. Sigurður er bróðir Dóru Maríu Lárusdóttir, einnar bestu knattspyrnukonu landsins, sem er vægast sagt stærra nafn en Sigurður sem hefur þó gert fína hluti með uppeldisfélagi sínu Víkingi undanfarin ár. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og íhugar hvort hún ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun. Spurður í gríni hvort hann vonist ekki til að systir hans hætti svo hann komist í sviðsljósið hlær Sigurður og segir léttur: „Maður myndi kannski fá smá athygli ef hún hættir og fer bara að horfa á mig úr stúkunni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30 Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47 Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Það sauð allt upp úr í seinni hálfleik þegar umdeilt atvik gerðist. 10. febrúar 2015 13:30
Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Valsmenn unnu öruggan sigur á Leikni í úrslitaleiknum í Egilshöll. 9. febrúar 2015 16:47
Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni. 9. febrúar 2015 22:29
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn