Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 16:47 Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur hér við bikarnum. Vísir/Ernir Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið. Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira