Innlent

Vaðlaheiðargöng hálfnuð

sveinn arnarsson skrifar
Gangagröftur í Vaðlaheiði hefur gengið illa.
Gangagröftur í Vaðlaheiði hefur gengið illa. Fréttablaðið/Auðunn
Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. Um helgina náði verktaki þeim áfanga að komast 3.600 metra, sem er helmingur af áætlaðri heildarlengd ganganna.

Gangagröftur hefur gengið mjög erfiðlega síðustu mánuði og hvert áfallið dunið yfir á fætur öðru. Vatnselgur hefur sett mark sitt á gangagröftinn og hefur aðeins verið unnið Fnjóskadalsmegin síðustu vikur að gangagreftri. Nú eru einnig hafnar bergþéttingar Fnjóskadalsmegin sem hefur ekki þurft áður.

Af þessum sökum hafa áætluð verklok tafist um sex mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×