Sex barnshafandi konur eru í óvissu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. janúar 2015 09:15 Viðræður þokuðust hægt fram á við í gær í karphúsinu. Sigurveig eygði möguleika á að deiluaðilar næðu saman. Á meðan bíða veikir og þeirra á meðal sex barnshafandi konur. Vísir/Ernir Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður. Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður.
Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31