Sex barnshafandi konur eru í óvissu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. janúar 2015 09:15 Viðræður þokuðust hægt fram á við í gær í karphúsinu. Sigurveig eygði möguleika á að deiluaðilar næðu saman. Á meðan bíða veikir og þeirra á meðal sex barnshafandi konur. Vísir/Ernir Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður. Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður.
Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent