Innlent

Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti

Vísir/Vilhelm
Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö.

Þetta eru fyrstu aðgerðir í boðaðri fjögurra vikna verkfallslotu lækna þar sem hver hópur leggur niður störf í fjóra daga í senn. Náist ekki samkomulag  verður að fresta 160 aðgerðum í þessari viku þannig að biðlistar lengjast enn í framhaldi af fyrri verkfallsaðgerðum lækna.

Læknar sinna þó bráðatilvikum og Landlæknisembættið fylgist með hvort aðgerðirnar stefna lífi og heilsu sjúklinga í tvísýnu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×