Björgunarsveitir, lögreglumenn og aðrir viðbragðsaðilar eru með viðbúnað alstaðar í umdæminu og munu leggja sig fram um að leysa þau verkefni sem upp koma. Þjóðvegur nr. 1 er nú lokaður frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni.
Gert er ráð fyrir að lokað verði frá Reyðarfirði að Höfn kl. 14:00, Hellisheiði, Þrengslum, Suðurstrandavegi og veginum um Lyngdalsheiði verði lokað kl. 15:00 og að lokað verði fyrir umferð um Suðurlandsveg frá Hvolsvelli að Þjórsá kl. 18:00 og sömuleiðis frá Þjórsá að Selfossi kl. 19:00.
Fólk er almennt beðið að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu eftir að veðrið skellur á.
Hér að neðan má sjá vefsjá Vegagerðarinnar með vefmyndavélum og upplýsingum um vindhraða um allt land.