Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni að óþörfu í dag. Fréttablaðið/Ernir Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira