Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 13:14 Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira