Veiðigjald sett til þriggja ára og makríllinn í kvóta Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:24 Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira