Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2015 18:23 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru talsvert afdráttarlausari í þeirri afstöðu sinni að afla eigi gagna um skattaskjól sem íslenska ríkinu stendur nú til boða en þingmenn stjórnarflokkanna, ef marka má viðtöl í Reykjavík síðdegis í dag. Allir þeir þingmenn sem rætt var við í þættinum vilja líta til nágrannaþjóða okkar, þá sérstaklega Þjóðverja, varðandi það hvernig kaup á gögnunum ætti að fara fram.Megum ekki láta plata okkur Skattrannsóknarstjóri hefur um nokkra stund staðið í viðræðum við óþekktan, erlendan aðila um möguleg kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum utan landsteinanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi í fréttum RÚV í gær seinagang skattrannsóknarstjóra í málinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir alveg ljóst að skoða eigi það að kaupa gögnin, geti þau upplýst um skattsvik og sé það gert með löglegum hætti. „Við verðum í raun að sjá hvernig þetta hefur verið gert hjá þeim þjóðum sem hafa gert þetta með góðum árangri,“ segir Frosti. „Ég reikna með því að skattrannsóknarstjóri sé að vanda sig við þetta.“Sjá einnig: „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Hann leggur áherslu á það að gögnin megi ekki vera fengin með ólögmætum hætti, meðal annars vegna þess að það gæti ónýtt mál gegn skattsvikurum fyrir dómi. „Að sjálfsögðu getur ýmislegt farið úrskeiðis,“ segir hann. „Það gæti til dæmis verið að gögnin reynist algjörlega gagnslaus. Og þá er maðurinn með ferðatöskuna fulla af peningum horfinn. Við megum ekki láta plata okkur.“Skiptir máli að framkvæmdin standist allar reglur „Ég held að við séum öll sammála um að það er forgangsmál að reyna að koma í veg fyrir skattsvik og upplýsa um þau,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hinsvegar er þetta mál aðeins snúnara en það, virðist vera, því þetta snýst væntanlega um það að við séum að greiða fyrir eitthvað sem var ekki fengið með löglegum hætti.“ Guðlaugur kveðst sammála því að skoða eigi hvernig Þjóðverjar stóðu að svipaðri framkvæmd. Hann segir það skipta máli að framkvæmdin standist allar reglur réttarríkisins. „Miðað við það sem maður heyrir í fjölmiðlum, þá virðist ekki allt vera á hreinu,“ segir hann. „Ef þetta getur hjálpað til þess að upplýsa um skattsvik, þá er það auðvitað eitthvað sem maður vill sjá. En maður skilur alveg að embætti skattrannsóknarstjóra vilji vanda sig þegar það kemur að þessu.“Sjá einnig: Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjólSkipti ekki öllu máli hver eigi gögnin Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í dag efast um vilja fjármálaráðherra til að kaupa gögnin. Hún segir það mjög mikilvægt að ná í gögnin og segist ekki skilja „flumbrugang“ við það að taka af skarið. „Það er mikill vilji meðal almennings á Íslandi að þessi gögn verði keypt,“ segir Birgitta. „Mér finnst svolítið skrýtið, ég verð að segja það, að fjármálaráðherra skýli sér á bak við eitthvað sem Þýskalandsstjórn skýlir sér ekki á bak við.“ Birgitta segir það ekki skipta öllu máli hver sé ábyrgur fyrir gögnunum. Það sé „fráleitt“ að viðkomandi þurfi að uppljóstra því fyrir fjármálaráðherra. „Ef við ætlum að hafa það viðhorf að það sé ekki hægt að taka mark á neinu nema við vitum hver uppljóstrarinn sé, þá erum við í vondum málum.“ Birgitta tekur undir það að okkur beri að læra af framkvæmd Þjóðverja. „Þjóðverjar eru fyrst og fremst „praktísk þjóð“ og þeir myndu ekki gera svona nema það væri þjóðhagslega hagkvæmt,“ segir hún.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBCSvipað og nafnlaus ábending „Ég er eiginlega dapur yfir því hvað þetta hefur gengið treglega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. „Það hefur verið seinagangur að fá botn í það hvort þarna séu upplýsingar sem hægt sé að vinna úr og kæmu að liði. Mér finnst það ekki gott þegar fjármálaráðherra sendir skattrannsóknarstjóra tóninn. Heldur þyrftu ráðuneytið og skattayfirvöld að vinna að þessu saman.“ Steingrímur segist ekki telja neitt að því að taka við svona upplýsingum, og eftir atvikum greiða fyrir þær. „Það má líta á þetta svipað og nafnlausa ábendingu sem menn geta fylgt eftir og skoðað,“ segir hann. „Ef menn eru með einhverja viðkvæmni fyrir því hvernig þessum upplýsingum var aflað, þá skil ég það sjónarmið. En á móti kemur að skattayfirvöld geta á þeim grunni notað sínar valdheimildir og sínar aðferðir, sem að sjálfsögðu eru fullkomlega löglegar.“Innslagið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45 Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru talsvert afdráttarlausari í þeirri afstöðu sinni að afla eigi gagna um skattaskjól sem íslenska ríkinu stendur nú til boða en þingmenn stjórnarflokkanna, ef marka má viðtöl í Reykjavík síðdegis í dag. Allir þeir þingmenn sem rætt var við í þættinum vilja líta til nágrannaþjóða okkar, þá sérstaklega Þjóðverja, varðandi það hvernig kaup á gögnunum ætti að fara fram.Megum ekki láta plata okkur Skattrannsóknarstjóri hefur um nokkra stund staðið í viðræðum við óþekktan, erlendan aðila um möguleg kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum utan landsteinanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi í fréttum RÚV í gær seinagang skattrannsóknarstjóra í málinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir alveg ljóst að skoða eigi það að kaupa gögnin, geti þau upplýst um skattsvik og sé það gert með löglegum hætti. „Við verðum í raun að sjá hvernig þetta hefur verið gert hjá þeim þjóðum sem hafa gert þetta með góðum árangri,“ segir Frosti. „Ég reikna með því að skattrannsóknarstjóri sé að vanda sig við þetta.“Sjá einnig: „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Hann leggur áherslu á það að gögnin megi ekki vera fengin með ólögmætum hætti, meðal annars vegna þess að það gæti ónýtt mál gegn skattsvikurum fyrir dómi. „Að sjálfsögðu getur ýmislegt farið úrskeiðis,“ segir hann. „Það gæti til dæmis verið að gögnin reynist algjörlega gagnslaus. Og þá er maðurinn með ferðatöskuna fulla af peningum horfinn. Við megum ekki láta plata okkur.“Skiptir máli að framkvæmdin standist allar reglur „Ég held að við séum öll sammála um að það er forgangsmál að reyna að koma í veg fyrir skattsvik og upplýsa um þau,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hinsvegar er þetta mál aðeins snúnara en það, virðist vera, því þetta snýst væntanlega um það að við séum að greiða fyrir eitthvað sem var ekki fengið með löglegum hætti.“ Guðlaugur kveðst sammála því að skoða eigi hvernig Þjóðverjar stóðu að svipaðri framkvæmd. Hann segir það skipta máli að framkvæmdin standist allar reglur réttarríkisins. „Miðað við það sem maður heyrir í fjölmiðlum, þá virðist ekki allt vera á hreinu,“ segir hann. „Ef þetta getur hjálpað til þess að upplýsa um skattsvik, þá er það auðvitað eitthvað sem maður vill sjá. En maður skilur alveg að embætti skattrannsóknarstjóra vilji vanda sig þegar það kemur að þessu.“Sjá einnig: Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjólSkipti ekki öllu máli hver eigi gögnin Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í dag efast um vilja fjármálaráðherra til að kaupa gögnin. Hún segir það mjög mikilvægt að ná í gögnin og segist ekki skilja „flumbrugang“ við það að taka af skarið. „Það er mikill vilji meðal almennings á Íslandi að þessi gögn verði keypt,“ segir Birgitta. „Mér finnst svolítið skrýtið, ég verð að segja það, að fjármálaráðherra skýli sér á bak við eitthvað sem Þýskalandsstjórn skýlir sér ekki á bak við.“ Birgitta segir það ekki skipta öllu máli hver sé ábyrgur fyrir gögnunum. Það sé „fráleitt“ að viðkomandi þurfi að uppljóstra því fyrir fjármálaráðherra. „Ef við ætlum að hafa það viðhorf að það sé ekki hægt að taka mark á neinu nema við vitum hver uppljóstrarinn sé, þá erum við í vondum málum.“ Birgitta tekur undir það að okkur beri að læra af framkvæmd Þjóðverja. „Þjóðverjar eru fyrst og fremst „praktísk þjóð“ og þeir myndu ekki gera svona nema það væri þjóðhagslega hagkvæmt,“ segir hún.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBCSvipað og nafnlaus ábending „Ég er eiginlega dapur yfir því hvað þetta hefur gengið treglega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. „Það hefur verið seinagangur að fá botn í það hvort þarna séu upplýsingar sem hægt sé að vinna úr og kæmu að liði. Mér finnst það ekki gott þegar fjármálaráðherra sendir skattrannsóknarstjóra tóninn. Heldur þyrftu ráðuneytið og skattayfirvöld að vinna að þessu saman.“ Steingrímur segist ekki telja neitt að því að taka við svona upplýsingum, og eftir atvikum greiða fyrir þær. „Það má líta á þetta svipað og nafnlausa ábendingu sem menn geta fylgt eftir og skoðað,“ segir hann. „Ef menn eru með einhverja viðkvæmni fyrir því hvernig þessum upplýsingum var aflað, þá skil ég það sjónarmið. En á móti kemur að skattayfirvöld geta á þeim grunni notað sínar valdheimildir og sínar aðferðir, sem að sjálfsögðu eru fullkomlega löglegar.“Innslagið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45 Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00
Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23
Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54
Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45
Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44