„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ ingvar haraldsson skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“ vísir/gva Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson. Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson.
Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent