Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. september 2014 07:00 Skattaskjólsmálin virðast fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti, að sögn skattrannsóknarstjóra. NORDICPHOTOS/AFP Skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu fyrir rúmri viku greinargerð eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Sýnishornin fékk skattrannsóknarstjóri send frá aðila erlendis sem vill selja embættinu gögnin. Það er nú ráðuneytisins að meta hvort kaupa eigi gögnin, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. „Við höfum verið að skoða í sumar og haust sýnishornin frá þeim sem bauð gögnin. Þessi sýnishorn gefa vísbendingar um skattundanskot. Við skiluðum síðan greinargerð frá okkur til fjármálaráðuneytisins fyrir rúmri viku þar sem við lýstum grófri afstöðu okkar sem er eiginlega bæði og. Það er ekkert í hendi og það gæti verið þungt að afla annarra gagna sem nauðsynleg væru yrði tekin ákvörðun um rannsókn en síðan er það spurning hvort reyna eigi það sem hægt er. Nú er boltinn hjá ráðuneytinu og þeirra að meta hvort kaupa eigi gögnin eftir að þeir hafa farið yfir greinargerð okkar,“ segir Bryndís.Bryndís KristjánsdóttirMeirihluti þeirra einstaklinga sem nefndur er í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri fékk send hefur ekki áður komið við sögu í rannsóknum embættisins, að því er Bryndís greinir frá. „Við könnumst hins vegar við þetta að hluta til.“ Spurð um hvort nefnd séu skattaskjól sem ekki hafi áður komið við sögu í rannsóknum segir hún að flest málin virðist fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti. „Þetta dreifist ekki mjög víða.“ Skattrannsóknarstjóra hefur nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn, bæði stór og smá, frá útlöndum en hingað til hefur því verið hafnað. Bryndís segir ýmis önnur lönd hafa keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland. Yfirleitt er ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. Samræður við seljendur hafa aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals, að því er Bryndís greinir frá. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort fjármálaráðuneytið muni mögulega kaupa gögn um einstaklinga í skattaskjólum segir að greinargerð skattrannsóknarstjóra sé til skoðunar. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu fyrir rúmri viku greinargerð eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Sýnishornin fékk skattrannsóknarstjóri send frá aðila erlendis sem vill selja embættinu gögnin. Það er nú ráðuneytisins að meta hvort kaupa eigi gögnin, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. „Við höfum verið að skoða í sumar og haust sýnishornin frá þeim sem bauð gögnin. Þessi sýnishorn gefa vísbendingar um skattundanskot. Við skiluðum síðan greinargerð frá okkur til fjármálaráðuneytisins fyrir rúmri viku þar sem við lýstum grófri afstöðu okkar sem er eiginlega bæði og. Það er ekkert í hendi og það gæti verið þungt að afla annarra gagna sem nauðsynleg væru yrði tekin ákvörðun um rannsókn en síðan er það spurning hvort reyna eigi það sem hægt er. Nú er boltinn hjá ráðuneytinu og þeirra að meta hvort kaupa eigi gögnin eftir að þeir hafa farið yfir greinargerð okkar,“ segir Bryndís.Bryndís KristjánsdóttirMeirihluti þeirra einstaklinga sem nefndur er í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri fékk send hefur ekki áður komið við sögu í rannsóknum embættisins, að því er Bryndís greinir frá. „Við könnumst hins vegar við þetta að hluta til.“ Spurð um hvort nefnd séu skattaskjól sem ekki hafi áður komið við sögu í rannsóknum segir hún að flest málin virðist fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti. „Þetta dreifist ekki mjög víða.“ Skattrannsóknarstjóra hefur nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn, bæði stór og smá, frá útlöndum en hingað til hefur því verið hafnað. Bryndís segir ýmis önnur lönd hafa keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland. Yfirleitt er ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. Samræður við seljendur hafa aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals, að því er Bryndís greinir frá. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort fjármálaráðuneytið muni mögulega kaupa gögn um einstaklinga í skattaskjólum segir að greinargerð skattrannsóknarstjóra sé til skoðunar.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira