Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 14:11 Bjarni Benediktsson hefur skipað starfshóp sem mun skoða skattalöggjöfina hér á landi og hvort skattayfirvöld hafi næg úrræði til þess að takast á við meint skattsvik. Fjármálaráðuneytið er reiðubúið að veita skattrannsóknarstjóra fjármagn til þess að kaupa gögn sem innihalda upplýsingar um Íslendinga sem nýta sér skattaskjól erlendis. Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins sem birtist á vef þess á öðrum tímanum í dag. Í henni kemur jafnframt fram að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna sem kaupa á, fyrir þau verkfeni sem embættið sinnir. Einnig kemur fram í tilkynningunni að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, hafi skipað starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé að taka upp svkölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög. Það þýðir að þeir sem eigi fjármagn eða eignir sem faldar eru í erlendum skattaskjólum fái leyfi til þess að gera grein fyrir þeim og borga af þeim skatt hér á landi án þess að vera refsað. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á hvort lagaheimildir skattayfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi.Tilkynningin er svo í heild sinni:Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur undanfarið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur valdheimildir skattyfirvalda og annarra stjórnvalda til að sporna gegn skattundanskoti og skattsvikum. Tilefnið er m.a. að skattrannsóknarstjóra voru boðnar upplýsingar til kaups fyrr á árinu um aflandsfélög skráð í eigu Íslendinga í þekktum skattaskjólum. Ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna fyrir þau verkefni sem embættið sinnir. Gengið er út frá því að sama gildi hér og um aðra ríkisaðila að ekki verði gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir, enda hefur ekki annað komið fram en að gögnin séu föl frá slíkum aðila.Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um sarmáð áður en til skuldbindinga er gengið.Þá hefur fjármála- og efnahagsráðherra tekið ákvörðun um að skipa starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé til að taka upp svokölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög, svipað og gert hefur verið í nágrannalöndunum okkar. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi. Hópurinn skilar niðurstöðum til ráðherra eigi síðar en 15.febrúar 2015.Í starfshópnum sitjaÁsa Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður.Guðrún Jenný Jónsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af ríkisskattstjóra,Lísa K. Yoder, lögfræðingur, tilnefnd af skattrannsóknarstjóra ogGuðni Ólafsson, viðskiptafræðingur, tilnefndur af tollstjóra. Tengdar fréttir Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Fjármálaráðuneytið er reiðubúið að veita skattrannsóknarstjóra fjármagn til þess að kaupa gögn sem innihalda upplýsingar um Íslendinga sem nýta sér skattaskjól erlendis. Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins sem birtist á vef þess á öðrum tímanum í dag. Í henni kemur jafnframt fram að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna sem kaupa á, fyrir þau verkfeni sem embættið sinnir. Einnig kemur fram í tilkynningunni að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, hafi skipað starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé að taka upp svkölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög. Það þýðir að þeir sem eigi fjármagn eða eignir sem faldar eru í erlendum skattaskjólum fái leyfi til þess að gera grein fyrir þeim og borga af þeim skatt hér á landi án þess að vera refsað. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á hvort lagaheimildir skattayfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi.Tilkynningin er svo í heild sinni:Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur undanfarið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur valdheimildir skattyfirvalda og annarra stjórnvalda til að sporna gegn skattundanskoti og skattsvikum. Tilefnið er m.a. að skattrannsóknarstjóra voru boðnar upplýsingar til kaups fyrr á árinu um aflandsfélög skráð í eigu Íslendinga í þekktum skattaskjólum. Ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna fyrir þau verkefni sem embættið sinnir. Gengið er út frá því að sama gildi hér og um aðra ríkisaðila að ekki verði gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir, enda hefur ekki annað komið fram en að gögnin séu föl frá slíkum aðila.Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um sarmáð áður en til skuldbindinga er gengið.Þá hefur fjármála- og efnahagsráðherra tekið ákvörðun um að skipa starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé til að taka upp svokölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög, svipað og gert hefur verið í nágrannalöndunum okkar. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi. Hópurinn skilar niðurstöðum til ráðherra eigi síðar en 15.febrúar 2015.Í starfshópnum sitjaÁsa Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður.Guðrún Jenný Jónsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af ríkisskattstjóra,Lísa K. Yoder, lögfræðingur, tilnefnd af skattrannsóknarstjóra ogGuðni Ólafsson, viðskiptafræðingur, tilnefndur af tollstjóra.
Tengdar fréttir Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44