Spennandi staða á stoðsendingalista Pepsi-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 07:00 Það verður ekki bara barist um Íslandsmeistaratitilinn, gullskóinn, eða það að forðast fallið í síðustu fimm umferðum Pepsi-deildarinnar því margir eru til kallaðir þegar kemur að því að gefa flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Fréttablaðið hefur tekið saman stoðsendingatölurnar í fyrstu sautján umferðunum og þar kemur í ljós að fjórir leikmenn Pepsi-deildarinnar eru nú efstir og jafnir á toppnum með sjö stoðsendingar.Annað árið í röð hjá Atla? Meðal þessara fjögurra er fastagestur á þessum lista síðustu ár en það er FH-ingurinn Atli Guðnason. Atli var síðastur í sjö stoðsendingarnar og sá eini af þessum fjórum sem lagði upp mark í 17. umferðinni. Atli lagði þá upp sigurmark Stevens Lennon í uppbótartíma á móti Leikni í Efra-Breiðholti. Atli var efstur í stoðsendingum í fyrra og á möguleika á því að verða stoðsendingakóngur deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Tveir af hinum þremur spila með nýliðunum í deildinni. Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason hefur reyndar spilað í mörg ár í deildinni en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur þegar gefið sjö stoðsendingar á sínu fyrsta ári í deild þeirra bestu.Hátt hlutfall af mörkum nýliðanna Þeir Hilmar Árni og Jón Vilhelm hafa komið að framleiðslunni á stórum hluta marka sinna liða. Hilmar Árni hefur komið að 12 af 15 mörkum Leiknis (80 prósent) og Jón Vilhelm hefur komið að 13 af 24 mörkum Skagamanna (54 prósent). Fjórði og síðastur á listanum og eini varnarmaðurinn er síðan vinstri bakvörður Blika, Kristinn Jónsson. Kristinn var sá leikmaður af þessum fjórum sem var fyrstur til að ná sjö stoðsendingum en því náði hann með því að gefa tvær stoðsendingar í sigri á Keflavík í fyrsta leik eftir verslunarmannahelgi. Kristinn er stór hluti af sóknarleik Blikanna og stórhætturlegur þegar hann brunar fram. Það geta auðvitað mun fleiri blandað sér í baráttuna enda enn fimm umferðir eftir af mótinu og menn í næstu sætum eru líklegir.Guðjón Pétur komið að 11 mörkum Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur gefið sex stoðsendingar í sumar en hann hefur átt beinan þátt í undirbúningi ellefu marka Breiðabliksliðsins því auk stoðsendinganna þá hefur hann átt fimm svokallaðar hjálparsendingar sem eru sendingar sem eiga stóran þátt í marki en eru ekki síðasta sending. Guðjón Pétur hefur komið að undirbúningi marks í fjórum leikjum Blika í röð og átti meðal annars hjálparsendinguna í sigurmarki Jonathans Glenn á móti Stjörnunni í síðustu umferð. Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson og KR-ingurinn Jacob Toppel Schoop eru með fimm stoðsendingar en þeir hafa ekki verið eins áberandi. Annar af markahæstu mönnum Pepsi-deildarinnar, Patrick Pedersen úr Val, hefur hins vegar gefið fjórar af fimm stoðsendingum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fjórum leikjum sínum og er Daninn því til alls vís á lokasprettinum. Skjótt skipast veður í lofti á þessum listum sem öðrum en það verður spennandi að fylgjast með því hver endar sem stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Það verður ekki bara barist um Íslandsmeistaratitilinn, gullskóinn, eða það að forðast fallið í síðustu fimm umferðum Pepsi-deildarinnar því margir eru til kallaðir þegar kemur að því að gefa flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Fréttablaðið hefur tekið saman stoðsendingatölurnar í fyrstu sautján umferðunum og þar kemur í ljós að fjórir leikmenn Pepsi-deildarinnar eru nú efstir og jafnir á toppnum með sjö stoðsendingar.Annað árið í röð hjá Atla? Meðal þessara fjögurra er fastagestur á þessum lista síðustu ár en það er FH-ingurinn Atli Guðnason. Atli var síðastur í sjö stoðsendingarnar og sá eini af þessum fjórum sem lagði upp mark í 17. umferðinni. Atli lagði þá upp sigurmark Stevens Lennon í uppbótartíma á móti Leikni í Efra-Breiðholti. Atli var efstur í stoðsendingum í fyrra og á möguleika á því að verða stoðsendingakóngur deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Tveir af hinum þremur spila með nýliðunum í deildinni. Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason hefur reyndar spilað í mörg ár í deildinni en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur þegar gefið sjö stoðsendingar á sínu fyrsta ári í deild þeirra bestu.Hátt hlutfall af mörkum nýliðanna Þeir Hilmar Árni og Jón Vilhelm hafa komið að framleiðslunni á stórum hluta marka sinna liða. Hilmar Árni hefur komið að 12 af 15 mörkum Leiknis (80 prósent) og Jón Vilhelm hefur komið að 13 af 24 mörkum Skagamanna (54 prósent). Fjórði og síðastur á listanum og eini varnarmaðurinn er síðan vinstri bakvörður Blika, Kristinn Jónsson. Kristinn var sá leikmaður af þessum fjórum sem var fyrstur til að ná sjö stoðsendingum en því náði hann með því að gefa tvær stoðsendingar í sigri á Keflavík í fyrsta leik eftir verslunarmannahelgi. Kristinn er stór hluti af sóknarleik Blikanna og stórhætturlegur þegar hann brunar fram. Það geta auðvitað mun fleiri blandað sér í baráttuna enda enn fimm umferðir eftir af mótinu og menn í næstu sætum eru líklegir.Guðjón Pétur komið að 11 mörkum Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur gefið sex stoðsendingar í sumar en hann hefur átt beinan þátt í undirbúningi ellefu marka Breiðabliksliðsins því auk stoðsendinganna þá hefur hann átt fimm svokallaðar hjálparsendingar sem eru sendingar sem eiga stóran þátt í marki en eru ekki síðasta sending. Guðjón Pétur hefur komið að undirbúningi marks í fjórum leikjum Blika í röð og átti meðal annars hjálparsendinguna í sigurmarki Jonathans Glenn á móti Stjörnunni í síðustu umferð. Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson og KR-ingurinn Jacob Toppel Schoop eru með fimm stoðsendingar en þeir hafa ekki verið eins áberandi. Annar af markahæstu mönnum Pepsi-deildarinnar, Patrick Pedersen úr Val, hefur hins vegar gefið fjórar af fimm stoðsendingum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fjórum leikjum sínum og er Daninn því til alls vís á lokasprettinum. Skjótt skipast veður í lofti á þessum listum sem öðrum en það verður spennandi að fylgjast með því hver endar sem stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira