Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 14:58 Tómas Guðbjartsson og Andemaryan Beyene. vísir/vilhelm Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27
Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24