Lionel Messi brást bogalistin í uppbótartíma í leik Man. City og Barcelona í Meistaradeildinni í gær.
Þá fékk hann víti sem hann tók sjálfur. Mark hefði getað svo gott sem gert út um einvígið.
Joe Hart varði vítið en boltinn fór aftur til Messi sem hafði allt markið til þess að skora. Hann ákvað að skalla ákveðið til vinstri en hitti ekki markið. Ótrúlegt.
Það verður svo að koma í ljós í seinni leiknum hvort þetta klúður reynist dýrt eður ei.
Klúðrið má sjá hér að ofan.
Ótrúlegt klúður hjá Messi á ögurstundu
Tengdar fréttir

Suarez afgreiddi Man. City | Sjáðu mörkin
Barcelona er í frábærri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-2 útisigur á Man. City í fyrri leik liðanna. Barca hefði átt að vinna 1-3 en sjálfur Lionel Messi gerði sig sekan um ótrúleg mistök í uppbótartíma.

Naumt forskot hjá Juve gegn Dortmund | Sjáðu mörkin
Dortmund á ágætis möguleika á því að komast í átta liða úrslit í Meistaradeildinni eftir að hafa skorað útivallarmark og aðeins tapað með einu marki, 2-1, gegn Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.

Hart: Vonandi verður þessi markvarsla mikilvæg þegar upp er staðið
Vítið sem Joe Hart varði frá Lionel Messi í kvöld gefur Man. City veika von fyrir síðari leikinn á Spáni.