Fótbolti

Naumt forskot hjá Juve gegn Dortmund | Sjáðu mörkin

Dortmund á ágætis möguleika á því að komast í átta liða úrslit í Meistaradeildinni eftir að hafa skorað útivallarmark og aðeins tapað með einu marki, 2-1, gegn Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.

Juventus komst yfir snemma leiks er Argentínumaðurinn Carlos Tevez skoraði. Sending fyrir var of nálægt markverði Dortmund sem hélt þó ekki boltanum og Tevez mokaði boltanum yfir línuna.

Eins og að gefa barni nammi enda fagnaði Tevez með því að setja snuð upp í sig.

Dortmund var þó fljótt að svara fyrir sig. Mistök hjá Juve leiddu til þess að Marco Reus komst einn í gegn og hann þakkaði pent fyrir sig með því að skora og jafna leikinn. Frábær byrjun á leiknum.

Jafnræði með liðunum eftir jöfnunarmarkið en skömmu fyrir hlé fór Juventus í flotta sókn sem endaði með því Alvaro Morata skoraði af stuttu færi. Heimamenn í fínum málum í hálfleik.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og Juventus því ósigrað í 11 leikjum í röð á heimavelli í Evrópukeppni.



Marco Reus jafnar fyrir Dortmund. Morata kemur Juve í 2-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×