Klopp og leikmenn Liverpool fögnuðu jafntefli við WBA eins og liðið hefði unnið leikinn | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2015 23:00 Liverpool gerði 2-2 jafntefli á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á heimavelli Liverpool, Anfield. Flestir myndu líta svo á að þetta væru tvö töpuð stig á heimavelli en þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp leit ekki þannig á það. Liverpool komst sanngjarnt í 1-0 á 21. mínútu en fékk síðan á sig jöfnunarmark á 30. mínútu og Jonas Olsson kom WBA síðan í 2-1 á 73. mínútu. Það stefndi allt í tap hjá Liverpool liðinu á heimavelli og ekki leit þetta betur út þegar Dejan Lovren var borinn sárþjáður af velli á 79. mínútu eftir ljóta tæklingu. Varamaður Dejan Lovren var Divock Origi og það var einmitt þessi tvítugi Belgi sem tryggði Liverpool jafntefli með því að skora á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Skot Origi breytti mikið um stefnu af varnarmanni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnaði jöfnunarmarkinu gríðarlega og eftir leikinn þá fagnaði hann og leikmenn Liverpool-liðsins með stuðningsmönnum sínum. Þetta höfum við séð áður þegar Klopp var með Borussia Dortmund en mörgum þótti það afar skrýtið að jafntefli á heimavelli við West Brom hafi kallað á svona mikinn fögnuð hjá leikmönnum Liverpool eftir leik. Ákvörðun Klopp fékk líka sinn skammt af gagnrýni á samfélagsmiðlum sem og í enskum fjölmiðlum. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvort þessi stund eigi eftir að þjappa liðu og stuðningsfólki enn meira saman fyrir komandi leiki. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fögnuðu leikmanna Liverpool.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyA manager who appreciates & celebrates a draw after such a pressing game is definitely for keeps. #kloppforthekop https://t.co/wxCeZei3hw— Nishen Padayachee (@nishen_p) December 13, 2015 This man is life #LFC #Klopp #KloppForTheKop #KloppLFC #Passion #TheNormalOne pic.twitter.com/VAsolsbKfB— Ƭιмα LƑƇ (@Bibi89Bibi) December 13, 2015 Enski boltinn Tengdar fréttir Daniel Sturridge enn og aftur frá vegna meiðsla Framherji Liverpool verður ekkert með næstu vikurnar eftir að meiðast í tapleiknum gegn Newcastle. 9. desember 2015 08:00 Segja meiðsli Sturridge ekki jafn slæm og talið var Framherjinn gæti snúið aftur í stórleiknum gegn Leicester á öðrum degi jóla. 9. desember 2015 11:35 Finnst Firmino verið alveg ömurlegur Goðsögn hjá Liverpool skilur ekki hvað hefur hrjáð Brasilíumanninn í síðustu tveimur leikjum. 8. desember 2015 09:30 Origi bjargaði stigi fyrir Liverpool | Sjáðu mörkin og tæklinguna hjá Gardner Liverpool varð að sætta sig við jafntefli gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2. 13. desember 2015 18:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Liverpool gerði 2-2 jafntefli á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á heimavelli Liverpool, Anfield. Flestir myndu líta svo á að þetta væru tvö töpuð stig á heimavelli en þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp leit ekki þannig á það. Liverpool komst sanngjarnt í 1-0 á 21. mínútu en fékk síðan á sig jöfnunarmark á 30. mínútu og Jonas Olsson kom WBA síðan í 2-1 á 73. mínútu. Það stefndi allt í tap hjá Liverpool liðinu á heimavelli og ekki leit þetta betur út þegar Dejan Lovren var borinn sárþjáður af velli á 79. mínútu eftir ljóta tæklingu. Varamaður Dejan Lovren var Divock Origi og það var einmitt þessi tvítugi Belgi sem tryggði Liverpool jafntefli með því að skora á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Skot Origi breytti mikið um stefnu af varnarmanni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnaði jöfnunarmarkinu gríðarlega og eftir leikinn þá fagnaði hann og leikmenn Liverpool-liðsins með stuðningsmönnum sínum. Þetta höfum við séð áður þegar Klopp var með Borussia Dortmund en mörgum þótti það afar skrýtið að jafntefli á heimavelli við West Brom hafi kallað á svona mikinn fögnuð hjá leikmönnum Liverpool eftir leik. Ákvörðun Klopp fékk líka sinn skammt af gagnrýni á samfélagsmiðlum sem og í enskum fjölmiðlum. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvort þessi stund eigi eftir að þjappa liðu og stuðningsfólki enn meira saman fyrir komandi leiki. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fögnuðu leikmanna Liverpool.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyA manager who appreciates & celebrates a draw after such a pressing game is definitely for keeps. #kloppforthekop https://t.co/wxCeZei3hw— Nishen Padayachee (@nishen_p) December 13, 2015 This man is life #LFC #Klopp #KloppForTheKop #KloppLFC #Passion #TheNormalOne pic.twitter.com/VAsolsbKfB— Ƭιмα LƑƇ (@Bibi89Bibi) December 13, 2015
Enski boltinn Tengdar fréttir Daniel Sturridge enn og aftur frá vegna meiðsla Framherji Liverpool verður ekkert með næstu vikurnar eftir að meiðast í tapleiknum gegn Newcastle. 9. desember 2015 08:00 Segja meiðsli Sturridge ekki jafn slæm og talið var Framherjinn gæti snúið aftur í stórleiknum gegn Leicester á öðrum degi jóla. 9. desember 2015 11:35 Finnst Firmino verið alveg ömurlegur Goðsögn hjá Liverpool skilur ekki hvað hefur hrjáð Brasilíumanninn í síðustu tveimur leikjum. 8. desember 2015 09:30 Origi bjargaði stigi fyrir Liverpool | Sjáðu mörkin og tæklinguna hjá Gardner Liverpool varð að sætta sig við jafntefli gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2. 13. desember 2015 18:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Daniel Sturridge enn og aftur frá vegna meiðsla Framherji Liverpool verður ekkert með næstu vikurnar eftir að meiðast í tapleiknum gegn Newcastle. 9. desember 2015 08:00
Segja meiðsli Sturridge ekki jafn slæm og talið var Framherjinn gæti snúið aftur í stórleiknum gegn Leicester á öðrum degi jóla. 9. desember 2015 11:35
Finnst Firmino verið alveg ömurlegur Goðsögn hjá Liverpool skilur ekki hvað hefur hrjáð Brasilíumanninn í síðustu tveimur leikjum. 8. desember 2015 09:30
Origi bjargaði stigi fyrir Liverpool | Sjáðu mörkin og tæklinguna hjá Gardner Liverpool varð að sætta sig við jafntefli gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2. 13. desember 2015 18:00