Erlent

Lubitz sagður hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Andreas Lubitz, var í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir árum síðan. Þetta kom fram í máli saksóknara í Dusseldorf, sem sögðu hann hafa leitað sér hjálpar, áður en hann varð flugmaður. Hann var 27 ára gamall og hafði einnig verið í sálfræðimeðferð þar til nýlega, en hvergi kom fram að hann væri enn í sjálfsmorðshugleiðingum né að öðrum stafaði ógn af honum á nokkurn hátt.

Nú þykir nokkuð ljóst að Lubitz hafi læst flugstjóra vélarinnar, sem var á leið frá Barcelona til Dusseldorf á þriðjudaginn, út úr flugstjórnarklefanum. Þá breytti hann stillingum sjálfsstýringar vélarinnar svo hún flaug á fjall í frönsku Ölpunum á um 700 kílómetra hraða.

150 manns létust samstundis.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa rannsakendur ekki fundið neinar vísbendingar sem varpað gætu ljósi á tilefni þessa ódæðis.


Tengdar fréttir

„Opnaðu helvítis dyrnar!“

Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.

Heiðruðu minningu fórnarlambanna

Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne fyrr í dag þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst síðastliðinn þriðjudag.

Vara við fordómum gagnvart þunglyndum

Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi.

Fundu geðlyf heima hjá Lubitz

Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×