Heiðruðu minningu fórnarlambanna Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 13:58 Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni. Vísir/AFP Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust þegar vél Germanwings var grandað í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn komu saman í dag til að heiðra minningu hinna látnu. Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst. Athöfnin var haldin í kirkjunni í Digne-les-Bains sem er nærri þeim stað þar sem vélinni var flogið á fjallið. Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni.Í frétt SVT kemur fram að einn aðstandenda, hinn spænski Juan Pardo, segist hafa komið frá Spáni til Digne og segir að vel hafi verið komið fram við aðstandendur fórnarlambanna. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum fyrir allt sem þau hafa gert. Fólk hefur komið mjög vel fram við okkur, sama hvert við komum. Ekki einu sinni leigubílstjórarnir hafa viljað fá greitt.“ Pardo missti fyrrverandi eiginkonu sína, elstu dóttur sína og barnabarn í harmleiknum. Hann segist ekki vilja ræða um orsök atburðarins. „Mér er sama hvort þetta hafi verið slys, eða hvað gerðist. Ég vil ekki vita það og hef ekki áhuga á því.“ Stór minningarathöfn verður haldin í Þýskalandi þann 17. apríl næstkomandi. Athöfnin mun fara fram í dómkirkjunni í Köln, á því svæði þaðan sem fjölmörg fórnarlömb komu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hafa bæði boðað komu sína. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21 Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust þegar vél Germanwings var grandað í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn komu saman í dag til að heiðra minningu hinna látnu. Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst. Athöfnin var haldin í kirkjunni í Digne-les-Bains sem er nærri þeim stað þar sem vélinni var flogið á fjallið. Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni.Í frétt SVT kemur fram að einn aðstandenda, hinn spænski Juan Pardo, segist hafa komið frá Spáni til Digne og segir að vel hafi verið komið fram við aðstandendur fórnarlambanna. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum fyrir allt sem þau hafa gert. Fólk hefur komið mjög vel fram við okkur, sama hvert við komum. Ekki einu sinni leigubílstjórarnir hafa viljað fá greitt.“ Pardo missti fyrrverandi eiginkonu sína, elstu dóttur sína og barnabarn í harmleiknum. Hann segist ekki vilja ræða um orsök atburðarins. „Mér er sama hvort þetta hafi verið slys, eða hvað gerðist. Ég vil ekki vita það og hef ekki áhuga á því.“ Stór minningarathöfn verður haldin í Þýskalandi þann 17. apríl næstkomandi. Athöfnin mun fara fram í dómkirkjunni í Köln, á því svæði þaðan sem fjölmörg fórnarlömb komu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hafa bæði boðað komu sína.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21 Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21
„Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23
Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21
Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58