Erlent

Á fjórða hundrað skógarelda geisa í Alaska

Atli ísleifsson skrifar
Skógareldar þykja fremur algengir í Alaska.
Skógareldar þykja fremur algengir í Alaska. Vísir/EPA
Yfirvöld í Alaska kljást nú við á fjórða hundrað skógarelda víðs vegar um ríkið en miklir þurrkar hafa geisað í ríkinu síðustu vikurnar.

Fjölmörg hús hafa ýmist skemmst eða eyðilagst í eldunum.

Skógareldar þykja fremur algengir í Alaska en hafa verið óvenjulega margir það sem af er ári.

Tim Mowry, talsmaður yfirvalda, segir í samtali við CNBC að um 250 þúsund hektarar skógs hafa orðið eldinum að bráð og brennur nú á 317 stöðum. Slökkvilið hafi því þurft að forgangsraða í störfum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×