Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin | 20. umferðin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tuttugasta umferð Pepsi-deildarinnar fór fram í gær og að vanda var umferðin gerð upp í Pepsi-mörkunum en það var að nóg af taka að þessu sinni.

FH-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og staða Leiknismanna í fallbaráttunni varð enn verri. Breiðablik tryggði sér Evrópusæti og Víkingar og Skagamenn eru öryggir með sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári.

Það var nóg af mörkum í þriðju síðustu umferð Íslandsmótsins en alls voru skoruð 27 mörk í leikjunum sex eða 4,5 mörk að meðaltali í leik.

Hörður Magnússon var á sínum stað í Pepsi-mörkunum en sérfræðingar hans að þessu sinni voru þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson.

Eins og alltaf sýnir Vísir styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum daginn eftir frumsýningu og má sjá nýjasta þáttinn hér að ofan. Þar má meðal annars sjá öll mörkin í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×