Innflutningsbannið áfall fyrir þjóðarbúið í heild Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 19:58 Fjármálaráðherra segir eitthvað verða undan að láta þegar 18 prósenta tollur sé á íslenskan makríl í Evrópusambandinu á sama tíma og Íslendingar missi markaði í Rússlandi vegna þátttöku í þvingunaraðgerðum sambandsins gegn Rússum. Innflutningsbann Rússa sé áfall fyrir þjóðarbúið í heild. Ríkisstjórnin ræddi innflutningsbann Rússa á fundi sínum í dag og ákvað að setja á laggirnar samráðshóp til að vinna að lausn á málinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að aðgerðir Rússa hittu Íslendinga illa en engar tillögur hafi verið lagðar fram um breytingar á stefnunni í utanríkismálum. Það dylst engum að áhrifin af innflutningsbanni Rússa eru mikil á útgerðarfyrirtækin á Íslandi. Til að mynda eru 17 prósent tekna HB Granda af útflutningi til Rússlands og eitthvað svipað hjá Samherja. Aðgerðirnar hafa líka áhrif á útflutningstekjur þjóðarinnar í heild.Eðlilegt að staldra við í stöðunni Forstjóri Samherja sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innflutningsbannið hefði áhrif á störf sjómanna og fiskverkafólks hér á landi og starfsemi fyrirtækja í Rússlandi sem unnið hafi í markaðssetningu á íslenskum fiski. Stjórnvöld hefðu getað unnið heimavinnuna sína betur áður þau tóku þátt í aðgerðum Evrópusambandsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til að staldra við þegar svona stór mál komi upp. Mikil samstaða sé um málið á þingi og enginn þurfi að efast um stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart framkomu Rússa á Krímskaga. En Íslendingar hafi síðan tekið þátt í aðgerðum sem Evrópusambandið setti saman án aðkomu Íslendinga. „Og síðan vindur þetta upp á sig smám saman og við höldum áfram að taka undir. Ég held að það sé full ástæða fyrir okkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við viljum taka upp og innleiða slíkar viðskiptaþvinganir almennt. Það er alveg sjálfsagt að ræða það og eðlilegt ,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Nú sé nauðsynlegt að eiga diplómatísk samskipti við Rússa og aðrar þjóðir um framhaldið. Umfang málsins sé mikið og fyrsta skref að athuga með nýja makaði. Málið sé mun þyngra fyrir Íslendinga en t.d. Evrópusambandið sem hafi digra sjóði eða Bandaríkjamenn þar sem innflutningsbann hafi lítl áhrif.Hefur áhrif á landsframleiðslu Bjarni segir að á Íslandi sé verið að tala um útflutning upp á 1 % til 1,5% af landsframleiðslu og 5 prósent af útflutningsverðmæti þjóðarinnar. „Og það er ákveðið áfall fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Við skulum hins vegar vona að það spilist þannig úr þessu að þessar afurðir allar fari ekki forgörðum. Heldur að þær seljist á aðra markaði á sama verði eða eftir atvikum á lægra verði. Þannig verði tjónið ekki öll þessi fimm prósent. En það er alveg ljóst að við erum að ræða hér um hagsmuni sem snerta þjóðarbúið í heild,“ segir fjármálaráðherra. Það skjóti skökku við að vegna þess að Íslendingar stilli sér upp með bandamönnum leiði það til þess þeir tapi markaði fyrir makríl í Rússlandi. „Á sama tíma erum við með 18 % toll inn í Evrópusambandið fyrir makríl og stöndum reyndar í stríði við þá um rétt okkar til að stunda þær veiðar sem við teljum eðlilegar. Eitthvað verður undan að láta þegar svona staða kemur upp,“ segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir eitthvað verða undan að láta þegar 18 prósenta tollur sé á íslenskan makríl í Evrópusambandinu á sama tíma og Íslendingar missi markaði í Rússlandi vegna þátttöku í þvingunaraðgerðum sambandsins gegn Rússum. Innflutningsbann Rússa sé áfall fyrir þjóðarbúið í heild. Ríkisstjórnin ræddi innflutningsbann Rússa á fundi sínum í dag og ákvað að setja á laggirnar samráðshóp til að vinna að lausn á málinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að aðgerðir Rússa hittu Íslendinga illa en engar tillögur hafi verið lagðar fram um breytingar á stefnunni í utanríkismálum. Það dylst engum að áhrifin af innflutningsbanni Rússa eru mikil á útgerðarfyrirtækin á Íslandi. Til að mynda eru 17 prósent tekna HB Granda af útflutningi til Rússlands og eitthvað svipað hjá Samherja. Aðgerðirnar hafa líka áhrif á útflutningstekjur þjóðarinnar í heild.Eðlilegt að staldra við í stöðunni Forstjóri Samherja sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innflutningsbannið hefði áhrif á störf sjómanna og fiskverkafólks hér á landi og starfsemi fyrirtækja í Rússlandi sem unnið hafi í markaðssetningu á íslenskum fiski. Stjórnvöld hefðu getað unnið heimavinnuna sína betur áður þau tóku þátt í aðgerðum Evrópusambandsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til að staldra við þegar svona stór mál komi upp. Mikil samstaða sé um málið á þingi og enginn þurfi að efast um stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart framkomu Rússa á Krímskaga. En Íslendingar hafi síðan tekið þátt í aðgerðum sem Evrópusambandið setti saman án aðkomu Íslendinga. „Og síðan vindur þetta upp á sig smám saman og við höldum áfram að taka undir. Ég held að það sé full ástæða fyrir okkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við viljum taka upp og innleiða slíkar viðskiptaþvinganir almennt. Það er alveg sjálfsagt að ræða það og eðlilegt ,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Nú sé nauðsynlegt að eiga diplómatísk samskipti við Rússa og aðrar þjóðir um framhaldið. Umfang málsins sé mikið og fyrsta skref að athuga með nýja makaði. Málið sé mun þyngra fyrir Íslendinga en t.d. Evrópusambandið sem hafi digra sjóði eða Bandaríkjamenn þar sem innflutningsbann hafi lítl áhrif.Hefur áhrif á landsframleiðslu Bjarni segir að á Íslandi sé verið að tala um útflutning upp á 1 % til 1,5% af landsframleiðslu og 5 prósent af útflutningsverðmæti þjóðarinnar. „Og það er ákveðið áfall fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Við skulum hins vegar vona að það spilist þannig úr þessu að þessar afurðir allar fari ekki forgörðum. Heldur að þær seljist á aðra markaði á sama verði eða eftir atvikum á lægra verði. Þannig verði tjónið ekki öll þessi fimm prósent. En það er alveg ljóst að við erum að ræða hér um hagsmuni sem snerta þjóðarbúið í heild,“ segir fjármálaráðherra. Það skjóti skökku við að vegna þess að Íslendingar stilli sér upp með bandamönnum leiði það til þess þeir tapi markaði fyrir makríl í Rússlandi. „Á sama tíma erum við með 18 % toll inn í Evrópusambandið fyrir makríl og stöndum reyndar í stríði við þá um rétt okkar til að stunda þær veiðar sem við teljum eðlilegar. Eitthvað verður undan að láta þegar svona staða kemur upp,“ segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36
Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33
Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40
Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34