Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 13:40 Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira