Innlent

Óvissa um makrílfarminn

gissur sigurðsson skrifar
Makrílafurðir hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær.
Makrílafurðir hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær.
Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær.

Þá ríkir en óvissa um makrílfarminn, sem kom í flutningaskipi til Rússlands í gærmorgun, rétt áður en tilkynnt var um bannið. Nú er verið að gera úttekt á frystirými hér á landi og farið að kanna möguleika til geymslu birgða í útlöndum, en makrílflotinn heldur veiðum áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Hugmyndir hafa komið upp um að bræða makrílinn í mjöl og lýsi til skepnufóðurs, en samkvæmt reglum Evrópusambandsins er bannað að höndla með afurðir úr dýrum, sem hafa verið fóðruð á makrílmjöli eða lýsi, nema úr þeim makrílafurðum sem falla til við afskurð í vinnslu, eða við úrkast.

Undanfarin ár hafa um 90 prósent alls aflans farið i vinnslu til manneldis, en vegna mikillar verðlækkunar á þeim afurðum og há verðs á mjöli og lýsi, er verðmunurinn orðinn lítill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×