Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent