Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2015 20:02 Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30