Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2015 20:26 Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels