Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2015 20:26 Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03