Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2015 20:26 Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03