Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2015 20:02 Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30