11 ára mátti ekki vera klæddur sem Christian Grey Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2015 22:12 Liam Scholes og Jamie Dornan leikari. Mynd/Twitter/getty Hinn ellefu ára gamli Liam Scholes fékk ekki að vera á bekkjarmynd í skóla sínum í Bretlandi, þar sem allir krakkarnir voru klæddir sem karakterar úr bókum. Búningur hans var sagður óviðeigandi. Liam var klæddur í jakkaföt, skyrtu og með bindi og sagðist vera Christian Grey úr Fifty Shades of Grey bókunum. Honum var einnig bannað að taka þátt í öðrum fagnaðarlátum skólans vegna World book day, eða alþjóðlega bókadagsins. Móðir Liam vakti athygli á ákvörðun skólans á Twitter í gær. Þar sagði Nicola Scoles að kennarinn hefði verið klæddur sem raðmorðinginn Dexter og aðrir krakkar hefðu verið með byssur. Liam hefur hvorki lesið bækurnar né séð kvikmyndina.Liam var einnig með knippi og grímu í vösum sínum. „Ég fékk símtal frá skólanum og mér var tilkynnt að búningur hans væri óviðeigandi og að hann hefði ekki fengið að vera með í myndatökunni,“ segir Nicola við Telegraph. Hún sagði að hún og kennarinn hefðu verið sammála um að vera ósammála og að hún ætlaði ekki lengra með málið. Nicola var þó verulega ósátt. Liam segist sjálfur hafa ákveðið að fara sem Christian Grey og að það hefði verið ómögulegt að taka ekki eftir karakternum í allri umfjölluninni sem kvikmyndin Fifty Shades of Grey hefur fengið á undanförnum mánuðum. „Ég held að samhengi bókarinnar gæti valdið því að fólki þætti þetta óviðeigandi. Ég fór hins vegar sem Christian Grey af því að mér fannst það skemmtilegt og það liggur ekkert meira á bakvið það.“ Kennari Liam segir Telegraph að skólinn standi við ákvörðun sína. Hann var beðinn um að breyta búningi sínum í James Bond og kennarinn segir að eftir það hafi hann fengið að taka þátt í deginum. Móðir Liam benti þó á í viðtali við BBC í dag að James Bond væri þekktur flagari og hann hefði drepið fjölda manns. „Ég veit ekki hvor er verri,“ sagði Nicola Scholes. offensive costume.Excluded from photos, told to change yet teacher dressed as a serial killer and others with guns? pic.twitter.com/8OTZ9gPvEh— nicola scholes (@clangar) March 5, 2015 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Hinn ellefu ára gamli Liam Scholes fékk ekki að vera á bekkjarmynd í skóla sínum í Bretlandi, þar sem allir krakkarnir voru klæddir sem karakterar úr bókum. Búningur hans var sagður óviðeigandi. Liam var klæddur í jakkaföt, skyrtu og með bindi og sagðist vera Christian Grey úr Fifty Shades of Grey bókunum. Honum var einnig bannað að taka þátt í öðrum fagnaðarlátum skólans vegna World book day, eða alþjóðlega bókadagsins. Móðir Liam vakti athygli á ákvörðun skólans á Twitter í gær. Þar sagði Nicola Scoles að kennarinn hefði verið klæddur sem raðmorðinginn Dexter og aðrir krakkar hefðu verið með byssur. Liam hefur hvorki lesið bækurnar né séð kvikmyndina.Liam var einnig með knippi og grímu í vösum sínum. „Ég fékk símtal frá skólanum og mér var tilkynnt að búningur hans væri óviðeigandi og að hann hefði ekki fengið að vera með í myndatökunni,“ segir Nicola við Telegraph. Hún sagði að hún og kennarinn hefðu verið sammála um að vera ósammála og að hún ætlaði ekki lengra með málið. Nicola var þó verulega ósátt. Liam segist sjálfur hafa ákveðið að fara sem Christian Grey og að það hefði verið ómögulegt að taka ekki eftir karakternum í allri umfjölluninni sem kvikmyndin Fifty Shades of Grey hefur fengið á undanförnum mánuðum. „Ég held að samhengi bókarinnar gæti valdið því að fólki þætti þetta óviðeigandi. Ég fór hins vegar sem Christian Grey af því að mér fannst það skemmtilegt og það liggur ekkert meira á bakvið það.“ Kennari Liam segir Telegraph að skólinn standi við ákvörðun sína. Hann var beðinn um að breyta búningi sínum í James Bond og kennarinn segir að eftir það hafi hann fengið að taka þátt í deginum. Móðir Liam benti þó á í viðtali við BBC í dag að James Bond væri þekktur flagari og hann hefði drepið fjölda manns. „Ég veit ekki hvor er verri,“ sagði Nicola Scholes. offensive costume.Excluded from photos, told to change yet teacher dressed as a serial killer and others with guns? pic.twitter.com/8OTZ9gPvEh— nicola scholes (@clangar) March 5, 2015
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira