Segir sjávarútvegsfyrirtækin vön að takast á við sveiflur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 13:53 Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor, segir að áhrifin á viðskiptabanni við Rússa sú vissulega högg fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, en þau séu vön að að fást við miklar sveiflur. Þau hafi til að mynda ekki haft neinar tekjur af makríl fyrir nokkrum árum síðan. Hann segir að krónan muni vissulega lækka fyrsta kastið en áhrifin á gjaldeyrisstreymið séu minni en áhrifin á hagnað fyrirtækjanna. „Það sem að er þarna um að tefla eru 30 til 35 milljarða útflutningstekjur sem að þessi markaðir er og gæti horfið. Fyrirtækin hafa valið að fara inn á þann markað vegna þess að framlegð á honum hefur verið góð samanborið við aðra markaði,“ segir Þórólfur. „Þegar að þessi markaður lokast þurfa þau að finna vörum sínum annan farveg og þar er framlegðin væntanlega lítil.“ Þórólfur segir það þýða að útflutningstekjur dragist saman en tekjur fyrirtækjanna muni dragast mun meira saman. Þar að auki bendir hann á að margir hlutir séu að gera samtímis í efnahagslífinu sem að hafi áhrif á almenning. Krónan gæti til að mynda lækkað tímabundið. „Það verður eitthvað til að veikja krónuna, en á móti kemur að það gæti hugsanlega orðið til þess að draga úr vaxtahækkunarþörf hjá Seðlabankanum, svo dæmi séu nefnd.“ Þórólfur minnir einnig á að sjávarútvegsfyrirtækin séu vön að fást við miklar sveiflur. „Aflaverðmæti vegna makríls var á síðasta ári um 15 milljarðar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta voru tekjur sem að voru ekki til fyrir örfáum árum síðan. Þannig að sjávarútvegurinn býr við þessar miklu sveiflur í tekjum af náttúrulegum ástæðum. Stjórnendur fyrirtækjanna, þrátt fyrir það hvernig þeir gráta í fjölmiðlum núna, eru þeir ágætlega búnir undir það að takast á við þessar sveiflur. Þær eru í þeirra eðlilega umhverfi ef svo má segja.“ Þórólfur segist sannfærður um að fyrirtækin muni finna varningi sínum góða markaði. Það muni taka tíma og eðlilega muni tekjur þeirra dragast saman á meðan. Tengdar fréttir Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Innflutningsbannið áfall fyrir þjóðarbúið í heild Fjármálaráðherra vekur athygli á 18 prósenta tolli á íslenskan makríl hjá ESB á sama tíma og Íslendingar missa markað í Rússlandi vegna stuðnings við aðgerðir ESB. 14. ágúst 2015 19:58 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor, segir að áhrifin á viðskiptabanni við Rússa sú vissulega högg fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, en þau séu vön að að fást við miklar sveiflur. Þau hafi til að mynda ekki haft neinar tekjur af makríl fyrir nokkrum árum síðan. Hann segir að krónan muni vissulega lækka fyrsta kastið en áhrifin á gjaldeyrisstreymið séu minni en áhrifin á hagnað fyrirtækjanna. „Það sem að er þarna um að tefla eru 30 til 35 milljarða útflutningstekjur sem að þessi markaðir er og gæti horfið. Fyrirtækin hafa valið að fara inn á þann markað vegna þess að framlegð á honum hefur verið góð samanborið við aðra markaði,“ segir Þórólfur. „Þegar að þessi markaður lokast þurfa þau að finna vörum sínum annan farveg og þar er framlegðin væntanlega lítil.“ Þórólfur segir það þýða að útflutningstekjur dragist saman en tekjur fyrirtækjanna muni dragast mun meira saman. Þar að auki bendir hann á að margir hlutir séu að gera samtímis í efnahagslífinu sem að hafi áhrif á almenning. Krónan gæti til að mynda lækkað tímabundið. „Það verður eitthvað til að veikja krónuna, en á móti kemur að það gæti hugsanlega orðið til þess að draga úr vaxtahækkunarþörf hjá Seðlabankanum, svo dæmi séu nefnd.“ Þórólfur minnir einnig á að sjávarútvegsfyrirtækin séu vön að fást við miklar sveiflur. „Aflaverðmæti vegna makríls var á síðasta ári um 15 milljarðar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta voru tekjur sem að voru ekki til fyrir örfáum árum síðan. Þannig að sjávarútvegurinn býr við þessar miklu sveiflur í tekjum af náttúrulegum ástæðum. Stjórnendur fyrirtækjanna, þrátt fyrir það hvernig þeir gráta í fjölmiðlum núna, eru þeir ágætlega búnir undir það að takast á við þessar sveiflur. Þær eru í þeirra eðlilega umhverfi ef svo má segja.“ Þórólfur segist sannfærður um að fyrirtækin muni finna varningi sínum góða markaði. Það muni taka tíma og eðlilega muni tekjur þeirra dragast saman á meðan.
Tengdar fréttir Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Innflutningsbannið áfall fyrir þjóðarbúið í heild Fjármálaráðherra vekur athygli á 18 prósenta tolli á íslenskan makríl hjá ESB á sama tíma og Íslendingar missa markað í Rússlandi vegna stuðnings við aðgerðir ESB. 14. ágúst 2015 19:58 Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40 Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36
Innflutningsbannið áfall fyrir þjóðarbúið í heild Fjármálaráðherra vekur athygli á 18 prósenta tolli á íslenskan makríl hjá ESB á sama tíma og Íslendingar missa markað í Rússlandi vegna stuðnings við aðgerðir ESB. 14. ágúst 2015 19:58
Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Sigmundur Davíð sagður hafa gert ráðherranum grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum. 14. ágúst 2015 16:33
Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00
Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Þorsteinn Már Baldvinsson segir stjórnvöld ekki hafa unnið heimavinnuna sína og sagt áhyggjur útflutningsaðila storm í vatnsglasi. 14. ágúst 2015 13:40
Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34