Cameron gagnrýndur harðlega fyrir ummæli um flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands. Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands.
Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00