Sinn Féin flokkurinn á Írlandi og á Norður-Írlandi samþykkti á nýafstöðnum landsfundi að falla frá algjöru banni við fóstureyðingum. Flokkurinn hefur frá stofnun barist gegn fóstureyðingum og því er um sögulega ákvörðun að ræða.
Tillagan sem var samþykkt felur í sér að fóstureyðingar verði leyfðar í ákveðnum tilvikum til að mynda þegar um verulega vansköpun er að ræða eða að fóstrinu sé ekki hugað líf.
Breyta afstöðu sinni gagnvart fóstureyðingum
