Erlent

Beita Norður-Kóreumönnum nýjum þvingunum vegna árásar á Sony

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að beita stjórnvöldum í Norður-Kóreu nýjum efnahagsþvingunum vegna tölvuárásanna á Sony.

Í frétt CNN kemur fram að talsmaður Bandaríkjaforseta segi þvinganirnar meðal annars koma í veg fyrir að háttsettir menn í stjórn Norður-Kóreu geti farið til Bandaríkjanna. Þvingununum er beint gegn þremur samtökum og tíu einstaklingum.

Norður-Kóreumenn neita því að bera ábyrgð á árásunum.

Bandaríkjastjórn beitir nú þegar Norður-Kóreumönnum ströngum efnahagsþvingunum. „Ákvörðuninni er ekki beint að almennum Norður-Kóreumönnum, heldur frekar ríkisstjórninni og aðgerðum hennar sem ógna Bandaríkjunum og fleirum,“ skrifaði Barack Obama Bandaríkjaforseti í bréfi sínum til John Boehner, forseta fulltrúadeildar þingsins.


Tengdar fréttir

Sony mun sýna The Interview

Hætt var við að koma myndinni í dreifingu í síðustu viku eftir umfangsmikla árás tölvuþrjóta.

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.

Interview slær í gegn á netinu

Gamanmyndin the Interview er nú vinsælasta mynd allra tíma þegar litið er til sölu í gegnum netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×