Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. desember 2014 07:00 Norður-Kóreumenn voru netlausir í níu tíma aðfararnótt þriðjudags. Fréttablaðið/AFP Norður-Kórea Norður-Kórea missti internetaðgang sinn í um níu tíma aðfaranótt þriðjudags og átti í vandræðum í gærmorgun með að halda tengingunni við internetið. Orsökin virtist vera utanaðkomandi truflun sem ekki hefur fengist útskýring á. Matthew Prince, formaður fyrirtækisins CloudFlare sem er internetöryggisfyrirtæki, sagði að það hefði verið sem allar leiðir að internetkerfi Norður-Kóreu hefðu horfið. „Það var eins og Norður-Kórea hefði verið þurrkuð út af internetheimskortinu.“ Prince sagði mögulegt að um verk einstaklings hefði verið að ræða en sagðist ekki geta kveðið á um það hvort um árás hefði verið að ræða. Spjótin beindust um leið að yfirvöldum í Bandaríkjunum en Norður-Kórea hefur átt í ritdeilum við Bandaríkin að undanförnu vegna kvikmyndarinnar The Interview sem kvikmyndaverið Sony Entertainment frumsýnir á jóladag. Vegna árása á tölvukerfi Sony, sem FBI hefur lýst yfir að hafi komið frá Norður-Kóreu, og vegna hótana tölvuþrjótanna gegn hverjum þeim sem myndi sjá myndina var hætt við sýningu hennar en í gær var ákveðið að henni yrði haldið til streitu. Norður-Kórea hefur þvertekið fyrir að hafa átt aðild að tölvuárásinni á Sony. Barack Obama Bandaríkjaforseti leit árásina á Sony alvarlegum augum og gaf það út að Bandaríkin myndu bregðast við með einhverjum hætti. Talskona stjórnvalda vestanhafs sagði þó að almenningur yrði viðbragðanna ekki endilega var. Dan Holden, sem er yfirmaður viðbragðsteymis internetöryggismála hjá Arbor Networks, segist telja það ólíklegt að Bandaríkin hafði staðið á bak við tímabundið internetleysi Norður-Kóreu. Hann teldi þetta einum of augljóst bragð. „Þú myndir ekki vita af viðbrögðum frá Bandaríkjunum fyrr en það væri of seint. Þetta lítur ekki út fyrir að vera verk stjórnvalda.“ Kína liggur einnig undir grun en nær allur internetaðgangur Norður-Kóreu fer þar í gegn. Kína hefur neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Því hefur einnig verið velt upp hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi af einhverjum ástæðum sjálf tekið upp á því að leggja niður aðgang að interneti sínu. Þá hafa hinir ýmsu hópar aðgerðasinna, á borð við Anonymus eða Lizard Squad, verið nefndir sem mögulegir orsakavaldar. Hvernig er internetmálum háttað í Norður-Kóreu? Fæstir Norður-Kóreubúar fundu fyrir því þegar lokað var fyrir internet landsins þar sem almenningur hefur takmarkaðan aðgang að því. Í landinu er aðeins eitt IP-net með 1.024 IP-tölum. Mörg tæki geta tengst sömu IP-tölunni að vísu en þrátt fyrir það teljast Norður-Kóreubúar til þeirra þjóða sem hafa hvað minnstan aðgang að interneti í heiminum. Til samanburðar má nefna að hér á landi er RHnetið eitt og sér, en það er hið íslenska háskóla- og rannsóknarnet, með yfir 65 þúsund IP-tölur samkvæmt upplýsingum frá netstjóra ISNIC. Internetið í Norður-Kóreu er einungis í boði fyrir fáa útvalda; æðstu stjórnendur, nokkra sendiherra, nemendur í herþjálfun og örfáa aðra. Jafnvel sendiráð í Pyongyang hafa verið látin takmarka internetaðgang sinn þar sem hætta er á að borgarbúar nái tengingu við veraldarvefinn með því að koma sér fyrir fyrir utan byggingar þeirra. Almenningur hefur hins vegar aðgang að sérstöku landlægu innra neti, „gervi-interneti“, sem kallast Kwangmyong. Þetta innra net hefur í mesta lagi um 5.500 vefsíður og fá notendur aðeins að sjá síður sem yfirvöld í landinu hafa ákveðið að leyfa þeim að sjá. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Norður-Kórea Norður-Kórea missti internetaðgang sinn í um níu tíma aðfaranótt þriðjudags og átti í vandræðum í gærmorgun með að halda tengingunni við internetið. Orsökin virtist vera utanaðkomandi truflun sem ekki hefur fengist útskýring á. Matthew Prince, formaður fyrirtækisins CloudFlare sem er internetöryggisfyrirtæki, sagði að það hefði verið sem allar leiðir að internetkerfi Norður-Kóreu hefðu horfið. „Það var eins og Norður-Kórea hefði verið þurrkuð út af internetheimskortinu.“ Prince sagði mögulegt að um verk einstaklings hefði verið að ræða en sagðist ekki geta kveðið á um það hvort um árás hefði verið að ræða. Spjótin beindust um leið að yfirvöldum í Bandaríkjunum en Norður-Kórea hefur átt í ritdeilum við Bandaríkin að undanförnu vegna kvikmyndarinnar The Interview sem kvikmyndaverið Sony Entertainment frumsýnir á jóladag. Vegna árása á tölvukerfi Sony, sem FBI hefur lýst yfir að hafi komið frá Norður-Kóreu, og vegna hótana tölvuþrjótanna gegn hverjum þeim sem myndi sjá myndina var hætt við sýningu hennar en í gær var ákveðið að henni yrði haldið til streitu. Norður-Kórea hefur þvertekið fyrir að hafa átt aðild að tölvuárásinni á Sony. Barack Obama Bandaríkjaforseti leit árásina á Sony alvarlegum augum og gaf það út að Bandaríkin myndu bregðast við með einhverjum hætti. Talskona stjórnvalda vestanhafs sagði þó að almenningur yrði viðbragðanna ekki endilega var. Dan Holden, sem er yfirmaður viðbragðsteymis internetöryggismála hjá Arbor Networks, segist telja það ólíklegt að Bandaríkin hafði staðið á bak við tímabundið internetleysi Norður-Kóreu. Hann teldi þetta einum of augljóst bragð. „Þú myndir ekki vita af viðbrögðum frá Bandaríkjunum fyrr en það væri of seint. Þetta lítur ekki út fyrir að vera verk stjórnvalda.“ Kína liggur einnig undir grun en nær allur internetaðgangur Norður-Kóreu fer þar í gegn. Kína hefur neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Því hefur einnig verið velt upp hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi af einhverjum ástæðum sjálf tekið upp á því að leggja niður aðgang að interneti sínu. Þá hafa hinir ýmsu hópar aðgerðasinna, á borð við Anonymus eða Lizard Squad, verið nefndir sem mögulegir orsakavaldar. Hvernig er internetmálum háttað í Norður-Kóreu? Fæstir Norður-Kóreubúar fundu fyrir því þegar lokað var fyrir internet landsins þar sem almenningur hefur takmarkaðan aðgang að því. Í landinu er aðeins eitt IP-net með 1.024 IP-tölum. Mörg tæki geta tengst sömu IP-tölunni að vísu en þrátt fyrir það teljast Norður-Kóreubúar til þeirra þjóða sem hafa hvað minnstan aðgang að interneti í heiminum. Til samanburðar má nefna að hér á landi er RHnetið eitt og sér, en það er hið íslenska háskóla- og rannsóknarnet, með yfir 65 þúsund IP-tölur samkvæmt upplýsingum frá netstjóra ISNIC. Internetið í Norður-Kóreu er einungis í boði fyrir fáa útvalda; æðstu stjórnendur, nokkra sendiherra, nemendur í herþjálfun og örfáa aðra. Jafnvel sendiráð í Pyongyang hafa verið látin takmarka internetaðgang sinn þar sem hætta er á að borgarbúar nái tengingu við veraldarvefinn með því að koma sér fyrir fyrir utan byggingar þeirra. Almenningur hefur hins vegar aðgang að sérstöku landlægu innra neti, „gervi-interneti“, sem kallast Kwangmyong. Þetta innra net hefur í mesta lagi um 5.500 vefsíður og fá notendur aðeins að sjá síður sem yfirvöld í landinu hafa ákveðið að leyfa þeim að sjá.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira