Jemen sagt að hruni komið guðsteinn bjarnason skrifar 1. apríl 2015 07:00 Í höfuðborginni Sana pakkar fólk saman og fer með búslóð sína burt. nordicphotos/AFP Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira