Jemen sagt að hruni komið guðsteinn bjarnason skrifar 1. apríl 2015 07:00 Í höfuðborginni Sana pakkar fólk saman og fer með búslóð sína burt. nordicphotos/AFP Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira