Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að þjóð sína ekki láta skelfa sig með skotárásinni í San Bernardino í síðustu viku. „Við erum sterk og við erum óbugandi,“ sagði hann í tilkynningu. Greint var frá því í gær að skotárásin væri rannsökuð af bandarísku alríkislögreglunni FBI sem hryðjuverk.
Í árásinni drápu hjónin Syed Rizwan, 28 ára, og Tashfeen Malik, 27 ára, fjórtán áður en þau voru sjálf skotin af lögreglu. Rizwan hafði lýst yfir hollustu við samtökin ISIS áður en þau réðust til atlögu. Hafa samtökin lýst velþóknun sinni á árásinni og kallað hjónin stuðningsmenn Íslamska ríkisins.
Engar vísbendingar eru um hvort ISIS hafi aðstoðað hjónin við undirbúning árásarinnar, sem gerð var á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun.
