Sex barnshafandi konur eru í óvissu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. janúar 2015 09:15 Viðræður þokuðust hægt fram á við í gær í karphúsinu. Sigurveig eygði möguleika á að deiluaðilar næðu saman. Á meðan bíða veikir og þeirra á meðal sex barnshafandi konur. Vísir/Ernir Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður. Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður.
Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31