Sem systkini að lokinni heimsreisu Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2015 21:56 Elizabeth Quinn Gallagher og Jordan Axani. Vísir/AP Kanadískur maður sem bauð ókunnri alnöfnu fyrrverandi kærustu sinnar í heimsreisu segir að þau séu sem systkini að lokinni ferðinni. Margir höfðu vonast til að þau yrðu ástfangin í ferðinni, en svo varð ekki. Hinn 28 ára Toronto-búi Jordan Axani birti í haust auglýsingu á Reddit þar sem hann auglýsti eftir kanadískri konu að nafni Elizabeth Gallagher til að bókaðir flugmiðar fyrrverandi kærustu hans færu ekki spillis. Þau höfðu ætlað sér að fara í heimsreisu, en hættu saman og gat Axani ekki fengið miða fyrrverandi kærustu sinnar endurgreidda. Brá hann því á það ráð að auglýsa eftir alnöfnu hennar til að fara með honum í þessa skipulögðu heimsreisu. Það tókst og héldu þau af stað þann 21. desember og sneru aftur heim þann 8. janúar. Hin 23 ára Elizabeth Quinn Gallagher, alnafna fyrrverandi kærustu Axani, hafði þó greint frá því fyrir ferðina að hún ætti kærasta. „Ég ætla að vera mjög skýr. Þetta átti aldrei að verða rómantísk ferð,“ sagði Axani við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að hafa lent í Kanada. „Þetta var einungis platónskt. Ég lít alls ekki til Quinn í rómantísku ljósi. Það er engin rómantísk framtíð í spilunum. Hún er góður vinur minn. Ég lít á hana sem litlu systur, og það nær ekkert lengra. Og tilfinningar hennar eru gagnkvæmar.“Í frétt Guardian kemur fram að Axani segi ferðina ekki hafa gengið snuðrulaust fyrir sig og að allt hafi tekið sinn tíma. „Það tók okkur um viku að læra hvort á annað. Að lokum vorum höfðum við þróað samband þar sem við sögðum fyndna einkabrandara eina stundina og gerðum okkur grein fyrir að hitt þurfti svigrúm fyrir sjálfan sig þá næstu.“ Axani og Gallagher ferðuðust til Milanó, Feneyja, Vínarborgar, Prag, Taílands og Hong Kong. Prag hafi verið í sérstöku uppáhaldi hjá Axani. Fjölmargir fylgdust með ferð þeirra, bæði á Twitter og Instagram. „Þetta var mikið ævintýri. Við skemmtum okkur stórvel. Við lærðum mjög mikið um okkur sjálf og hvort annað.“ Tengdar fréttir Fann alnöfnu fyrrverandi og býður henni í heimsreisu Kanadamaðurinn Jordan Axani er búinn að finna eina alnöfnu fyrrverandi kærustu sinnar og munu þau leggja af stað í ferð um heiminn á sunnudaginn. 18. desember 2014 17:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Kanadískur maður sem bauð ókunnri alnöfnu fyrrverandi kærustu sinnar í heimsreisu segir að þau séu sem systkini að lokinni ferðinni. Margir höfðu vonast til að þau yrðu ástfangin í ferðinni, en svo varð ekki. Hinn 28 ára Toronto-búi Jordan Axani birti í haust auglýsingu á Reddit þar sem hann auglýsti eftir kanadískri konu að nafni Elizabeth Gallagher til að bókaðir flugmiðar fyrrverandi kærustu hans færu ekki spillis. Þau höfðu ætlað sér að fara í heimsreisu, en hættu saman og gat Axani ekki fengið miða fyrrverandi kærustu sinnar endurgreidda. Brá hann því á það ráð að auglýsa eftir alnöfnu hennar til að fara með honum í þessa skipulögðu heimsreisu. Það tókst og héldu þau af stað þann 21. desember og sneru aftur heim þann 8. janúar. Hin 23 ára Elizabeth Quinn Gallagher, alnafna fyrrverandi kærustu Axani, hafði þó greint frá því fyrir ferðina að hún ætti kærasta. „Ég ætla að vera mjög skýr. Þetta átti aldrei að verða rómantísk ferð,“ sagði Axani við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að hafa lent í Kanada. „Þetta var einungis platónskt. Ég lít alls ekki til Quinn í rómantísku ljósi. Það er engin rómantísk framtíð í spilunum. Hún er góður vinur minn. Ég lít á hana sem litlu systur, og það nær ekkert lengra. Og tilfinningar hennar eru gagnkvæmar.“Í frétt Guardian kemur fram að Axani segi ferðina ekki hafa gengið snuðrulaust fyrir sig og að allt hafi tekið sinn tíma. „Það tók okkur um viku að læra hvort á annað. Að lokum vorum höfðum við þróað samband þar sem við sögðum fyndna einkabrandara eina stundina og gerðum okkur grein fyrir að hitt þurfti svigrúm fyrir sjálfan sig þá næstu.“ Axani og Gallagher ferðuðust til Milanó, Feneyja, Vínarborgar, Prag, Taílands og Hong Kong. Prag hafi verið í sérstöku uppáhaldi hjá Axani. Fjölmargir fylgdust með ferð þeirra, bæði á Twitter og Instagram. „Þetta var mikið ævintýri. Við skemmtum okkur stórvel. Við lærðum mjög mikið um okkur sjálf og hvort annað.“
Tengdar fréttir Fann alnöfnu fyrrverandi og býður henni í heimsreisu Kanadamaðurinn Jordan Axani er búinn að finna eina alnöfnu fyrrverandi kærustu sinnar og munu þau leggja af stað í ferð um heiminn á sunnudaginn. 18. desember 2014 17:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Fann alnöfnu fyrrverandi og býður henni í heimsreisu Kanadamaðurinn Jordan Axani er búinn að finna eina alnöfnu fyrrverandi kærustu sinnar og munu þau leggja af stað í ferð um heiminn á sunnudaginn. 18. desember 2014 17:52