Enski boltinn

Debuchy gæti misst af öðrum þremur mánuðum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mathiu Debuchy steinlá eftir atvikið á laugardaginn.
Mathiu Debuchy steinlá eftir atvikið á laugardaginn. vísir/getty
Mathieu Debuchy, hægri bakvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, verður lengi frá ef hann þarf að fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sinna.

Debuchy fór úr axlarlið í 3-0 sigurleik liðsins gegn Stoke um síðustu helgi, en Marko Arnatauvic, leikmaður Stoke, ýtti við honum þegar boltinn var úr leik.

Sjá einnig:Öruggur sigur Arsenal á Stoke | Sjáið mörkin

Frakkinn fer til sérfræðings á næstu dögum og komi í ljós að hann þurfi að fara í aðgerð verður hann frá keppni í þrjá mánuði, að því fram kemur í breskum miðlum í dag.

Þetta yrði í annað sinn á leiktíðinni sem Debuchy spilar ekki fótbolta í þrjá mánuði, en hann meiddist á ökkla fyrr á leiktíðinni og var frá þetta lengi. Hann kom til baka eftir ökklameiðslin í desember.

Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal-liðið sem hefur glímt við mikil meiðslavandræði á varnarmönnum á leiktíðinni.


Tengdar fréttir

Wenger hlustar ekki á pabba, mömmur, afa eða ömmur leikmanna

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny eigi möguleika á byrjunarliðssæti á móti Stoke um helgina en mikið hefur fjallað um það að Wenger setti Szczesny út úr liðinu fyrir að reykja í búningsklefanum.

Sissoko langar til Arsenal

Moussa Sissoko leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer ekkert leynt með að hann hefur hug á að fara til stærra félags og þá sé Arsenal draumafélagið hans.

Szczesny reykti sig ekki á bekkinn

Arsene Wenger knattspyrnustóri Arsenal segir agabrot ekki vera ástæðu þess að hann hafi valið David Ospina í mark Arsenal í sigrinum á Stoke í dag fram yfir Wojciech Szczesny.

Debuchy fór úr axlarlið gegn Stoke

Varnarmaðurinn Mathieu Debuchy hjá Arsenal fór úr axlarlið þegar Arsenal lagði Stoke í dag og verður því aftur fjarverandi vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×