„Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti ekki í gönguna. vísir/afp Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“ Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02
Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent