„Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti ekki í gönguna. vísir/afp Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“ Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02
Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17